fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Gísli Marteinn vill ekki göngubrú á Hringbraut: „Það er bara ein lausn á þessu máli“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 17:18

Gísli Marteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson er sammála Hildi Björnsdóttur um að rétt sé að lækka hraðann á Hringbrautinni og finnast honum hugmyndir um göngubrýr eða undirgöng fráleitar. Um þetta skrifaði hann í færslu á íbúahópi Vesturbæjarbúa. 

Gísli Marteinn Baldursson, þáttastjórnandi á RÚV og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hrósar íbúum Vesturbæja fyrir að hafa fengið því framgengt að gangbrautarvarla sé nú á Hringbraut við Meistaravelli inni á íbúahóp Vesturbæjar á Facebook. Gísli segir að sem Vesturbæjarbúi og fyrrverandi borgarfulltrúi hafi hann haft mikið af samgöngum hverfisins að segja.

„Hringbrautin er algjör skaðvaldur í okkar góða hverfi. Það er t.d. staðreynd að börn norðan Hringbrautar njóta ekki jafnræðis þegar kemur að aðgengi að tómstundaiðkun á KR svæðinu. Tölur sýna að miklu færri krakkar í gamla vesturbænum stunda tómstundir en þau sem búa sunnanmegin. Ástæðan er fyrst og fremst Hringbrautin.“

Gísli lýsti yfir áhyggjum af mengun frá Hringbrautinni, bæði loft- og hávaðamengun og telur hann aðeins eina lausn við vandanum. „Það er bara ein lausn á þessu máli og hún er að lækka hraðann á götunni.“.

Hann segir að nýlegar rannsóknir hafi bent til þess að fólk nærri hraðbrautum og andi að sér svifryki sé í mun meiri hættu á að fá öndunarfærasjúkdóma, krabbamein eða alzheimer en aðrir.

„Það er með öðrum orðum veruleg heilsufarsleg áhætta að halda götunni sem þessari hraðbraut. Og að lokum er að auðvitað himinhrópandi rugl að við þurfum að óttast um líf okkar og barnanna okkar ef við viljum komast yfir götuna.“

„Það er bara ein lausn á þessu máli og hún er að lækka hraðann á götunni,“ segir Gísli og telur það ekki nægja að skipta um bara um eitthvert skilti, sem segi til um hámarkshraða, heldur þurfi einnig að þrengja göturnar því með því móti hægi bílar ferð sína. Sömuleiðis telur hann mikilvægt að: „breikka gangstéttar, bæta lýsingu, setja borgartré meðfram götunum, hafa hraðamyndavélar og auðvitað myndavélar sem ná þeim sem fara yfir á rauðu ljósi.“.

Hann telur hugmyndir um göngubrýr og undirgöng vera aðeins til þess fallnar að skapa meiri hættu og séu tillögur um slíkt aðeins lagðar fram af aðilum sem alfarið eru á móti því að umferðarhraði sé lækkaður.

„Vörum okkur á þeim sem leggja til að gangandi verði settir annaðhvort ofan í jörðina í undirgöng eða uppá býr. Slík mannvirki eru fyrst og fremst studd af þeim sem *ekki* vilja hægja á umferðinni. Sem gerir það að verkum að allir þeir sem ætla yfir götuna einhversstaðar annarsstaðar en á þessum eina stað sem undirgöngin væru, væru í ennþá meiri lífshættu en núna.“

Finnst Gísla einnig með ólíkindum að enginn þingmaður úr hverfinu hafi tjáð sig um málið og að ekki hafi verið haft samband við Samgönguráðherra þar sem það séu Vegagerðin og ríkisstjórnin sem eigi götuna.

 „En ef við stöndum saman um nauðsynlegar úrbætur getum við fengið miklu áorkað. Takk aftur fyrir glæsilega og málefnalega baráttu kæru nágrannar!“

Sjá einnig: 

Hildur gefur lítið fyrir hugmyndir Ólafs:„Mér finnst það ekki í lagi“

Líf boðar róttækar umbætur: „Í mínum huga á að draga úr umferðarhraða á Hringbraut“

Ólafur skýtur niður umbótahugmyndir Lífar:„Þetta hefur ekkert með hraðann að gera“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun