fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Framúrkeyrslan vegna Fiskiðjuhússins yfir 330 milljónir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 14:30

Fiskiðjuhúsið í Vestmannaeyjum. Mynd-Tryggvi Már Sæmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdakostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna Fiskiðjuhússins við Ægisgötu var árið 2017 áætlaður 269 milljónir. Í dag er heildarkostnaðurinn hinsvegar kominn yfir 600 milljónir og er talið að heildarkostnaður endi í um milljarði króna, samkvæmt fyrrverandi bæjarfulltrúa. Fyrirhugað er að bæjarskrifstofurnar verði fluttar í húsið í fyllingu tímans, en framkvæmdum er ekki að fullu lokið. Eyjar.net hafa greint frá málinu.

Framsetning sögð villandi

Deilt var um málið árið 2016 á fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Til grundvallar lá verkfundagerð og minnisblað  þar sem fram kom að heildarkostnaður framkvæmda utanhúss, hreinsunar og uppbyggingar innanhúss, yrði 270 milljónir, sem dreifðist yfir árin 2014-2017. Þegar Georg Eiður Arnarson, þá fulltrúi E-listans lét bóka harm sinn vegna framúrkeyrslu á kostnaði framkvæmda utanhúss, úr 158 milljónum í allt að 300 milljónir, lét fulltrúi Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

„Kostnaðaráætlun vegna utanhússframkvæmda var 158 milljónir króna og stefna í það að verða 184 milljónir króna. Í minnisblaði framkvæmdastjóra kemur fram að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar við framkvæmdir í Fiskiðjunni sé áætlaður 270 milljónir króna. Er þar með talið frágangur og hreinsun innanhúss sem ekki voru í áætlunum utanhússframkvæmdar enda um annað verk að ræða. Uppsetning fulltrúa E-lista er því villandi og röng.“

Úr 269 í 600 milljónir

Í maí 2017 sendi Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, kostnaðaráætlun vegna Fiskiðjuhússins á ritstjóra Eyjar.net samkvæmt beiðni. Hún gerði ráð fyrir heildarkostnaði upp á 269 milljónir króna.

Utanhússframkvæmdir voru þar 184 milljónir, innanhússframkvæmdir 17 milljónir, stigahús tæpar 22 milljónir og lóðafrágangur 19 milljónir.

Samkvæmt Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, er lítilsháttar frágangur eftir, en staðfestir hann við Eyjar.net að kostnaður sé þegar kominn í 600 milljónir alls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af