fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Arðgreiðslur rúmir 17 milljarðar í fyrra: „Ánægjulegt“ að sjá að kröfugerð verkafólks hafði ekki neikvæð áhrif“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 16:00

Vilhjálmur Birgisson Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals keyptu hlutafélög í Kauphöll Íslands til baka eigin bréf fyrir 14,3 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt ViðskiptaMogganum. Arðgreiðslur námu 15,6 milljörðum, sem er aukning frá árinu áður, en þá námu arðgreiðslur 14,9 milljörðum króna.

Auk þess greiddi VÍS tryggingarfélagið út 1,8 milljarða til hluthafa í formi hlutabréfa í kviku banka og námu því arðgreiðslur ársins 2018 alls 17,4 milljörðum, en heildarmarkaðsvirði skráðra félaga var 960 milljarðar í lok síðasta árs.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er kaldhæðinn í umfjöllun sinni um málið, er hann setur arðgreiðslurnar í samhengi við kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar:

„Mikið er það nú „ánægjulegt“ að sjá að kröfugerð verkafólks hafði ekki neikvæð áhrif á að eigendur skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni næðu að greiða sér veglegar arðgreiðslur á síðasta ári. Ég sem var farinn að halda að kröfugerð verkafólks væri nánast búin að skapa „þjóðargjaldþrot“ allra íslenskra fyrirtækja, en jæja gott að hægt sé að greiða nokkra „smáaura“ í arðgreiðslur þrátt fyrir þá „sturluðu og gölnu“ kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar um að hægt sé að lifa á lágmarkslaunum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir