fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Líf boðar róttækar umbætur: „Í mínum huga á að draga úr umferðarhraða á Hringbraut“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gangbraut yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í  næstu viku og verður auglýstur síðar.“

Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í kjölfar slyss á barni sem átti sér stað í morgun. Eftir að fréttir bárust um slysið var boðað til mótmælaaðgerða, þar sem hætta hefur lengi verið viðvarandi á þessum stað vegna mikillar umferðar og slys verið tíð.

Sjá einnig: Boðað til mótmæla í Vesturbænum eftir að ekið var á barn:„Ég get ekki hætt að hugsa um elsku barnið“

Róttækar umbætur á leiðinni

Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórnarmeirihlutanum, segist hafa verið óþreyjufull eftir róttækum umbótum og vill að dregið sé úr umferðarhraða á Hringbraut:

„Það er algerlega óásættanlegt að búa við margvíslegar hættur sem stafa af bílaumferð og það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af börnum sem fara yfir þungar umferðargötur til og frá skóla eða í frítíma sínum. Börn eiga að geta ferðast örugg um hverfin sín bæði í leik og starfi. Um það getum við öll verið sammála.

Ég hef verið óþreyjufull eftir róttækum umbótum í samgöngumálum sem miða að þörfum vegfarenda sem ekki eru á einkabíl. Þær koma. Um það ríkir eining í meirihluta borgarstjórnar.

Í mínum huga á að draga úr umferðarhraða á Hringbraut, a.m.k. hluta hennar. Á meðan unnið er að úrbótum við hana þá verðum við að gera allt til að tryggja að ekki verði fleiri slys á börnum sem fara yfir á ljósum á leið í skólann. Eitt slys er einu slysi of mikið.“

Minni umferðarhraði

Reykjavíkurborg hyggst koma upp gæslu á staðnum við upphaf hvers skóladags, en til lengri tíma litið gæti umferðarhraði minnkað verulega:

„Í janúar árið 2017 kom út skýrsla starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar. Þar er m.a. lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst. í tveimur áföngum á götum vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. auk þess sem svæðum með 30 km/klst. hámarkshraða verði fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af