fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Dagur borgarstjóri sakaður um kvenfyrirlitningu: „Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun Dags B. Eggertssonarborgarstjóra um að víkja ekki sæti í þriggja manna nefnd sem hefur braggamálið til skoðunar líkt og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skoraði á hann um að gera, hefur vakið furðu margra. Hildur skoraði á borgarstjóra að víkja úr nefndinni til að eftirvinnan hefði einhvern trúverðugleika, ellegar segði hún sig sjálf úr nefndinni.

Í fréttatíma RÚV í gær staðfesti Dagur að hann ætlaði ekki að víkja úr nefndinni og því ljóst að Hildur mun víkja sæti.

Var Dagur spurður að því hvort það drægi ekki úr trúverðugleika þeirrar vinnu að hann, sem er einn þeirra sem gerður er ábyrgur fyrir braggaklúðrinu í skýrslu innri endurskoðunar, stýrði nefndinni sjálfur.

Því svaraði Dagur neitandi:

„Nei, það hefur verið reynt að gera það að einhverju svona pólitísku upphlaupsmáli, en ég held að það tengist frekar því að þetta óvenjulega skref sem Hildur tók að taka þátt í þessari vinnu mæltist illa fyrir í ákveðnum hluta baklands Sjálfstæðisflokksins, þeim sem vilja keyra harðlínu í öllum málum, vilja ekki neitt samstarf milli meirihluta og minnihluta, en í mínum huga er það gamaldags póltík sem nær minni árangri.“

Klaufaleg kenning

Hildur Björnsdóttir sagði í kjölfar viðtals RÚV við Dag í gærkvöldi, að hún léti ekki neinn stjórna sér:

„Braggaskýrslan var afdráttarlaus um ábyrgð borgarstjóra. Sérstök aðkoma hans að úrvinnslu málsins er því óheppileg. Ég stend við fyrri fyrirætlanir og gef sæti mitt laust, enda forsendur fyrir trúverðugri vinnu brostnar. Ég mun þó hafa aðkomu að framvindu málsins í borgarráði og borgarstjórn, eftir sem áður. Í kvöldfréttum RÚV lét borgarstjóri að því liggja að mér væri stjórnað af einhverjum ímynduðum harðlínumönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Það er óttalega klaufaleg kenning. Ég tek ekki við fyrirmælum frá neinum og læt almennt illa að stjórn. Ekki veit ég hvernig Samfylking kemur fram við sínar konur – kannski heldur margur mig sig – en hjá Sjálfstæðisflokki hafa konur sína eigin rödd 👊“

Kvenfyrirlitning

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig ósáttur við þessi orð borgarstjóra í málinu, sem hann segir einkennast af kvenfyrirlitningu:

„Er þessi lítilsvirðing – ef ekki hrein kvenfyrirlitning – boðleg af hálfu borgarstjórans? Ég sé ekki betur en Hildur Björnsdóttir hafi fært fram fullkomlega málefnaleg og skotheld rök fyrir því af hverju borgarstjórinn á ekki að baxast frekar í Braggamálinu – þegar áfellisdómurinn er um hann sjálfan. Að borgarstjórinn skuli brigsla Hildi um að lúta einhverjum huldumönnum úti í bæ er lítilmótlegur málflutningur af hans hálfu. Það er síðan aumkunarvert að fylgjast með Pírötum dansa með í þessari sjálfsvörn valdsins.“

Lítið gert úr konum

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins tekur í svipaðan streng og segir braggamálið rétt að byrja:

„Þegar Samfylkingarmenn eru komnir út í horn þá gera þeir lítið úr konum – líklega líkar þeim ekki sterkar konur. Dagur lét að því liggja í kvöldfréttum RÚV að Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi væri ekki sjálfstæð í verkum sínum heldur hefði hún lúffað fyrir ósýnilegum óvini Samfylkingarinnar sem hann finnur sífellt þegar gefur á bátinn í Sjálfstæðisflokknum eða Hádegismóum – það er aumkunarvert. En annars sagði Dagur þetta á Rás 1 kl. 18:00: „: ja braggamálinu er lokið, framkvæmdum er lokið, óháðri úttekt er lokið. Núna bíða umbætur og ég held að það sé skilda okkar allra að vinna að því, þar er stjórnkerfið undir og við berum öll ábyrgð á því að tryggja að ferlar séu fyrir hendi, þeim sé fylgt og svona gerist ekki aftur og það er einfaldlega ein af skyldum mínum að fylgja eftir ábendingum innri endurskoðunar og það ætla ég sannarlega að gera.“ – það er líka aumkunarvert og meira að segja líka ósatt …!!! Braggamálið er rétt að byrja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“