fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Heimur batnandi fer, lífslíkur aukast, velmegun breiðist út og það er friður

Egill Helgason
Mánudaginn 7. janúar 2019 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn er okkur gjarnt að upplifa heiminn eins og öllu fari hrakandi – og sé jafnvel á leiðinni til fjandans. En svo þarf ekki að vera. Hugsanlega magna samskiptamiðlar eins og Facebook upp þá tilfinningu að allt sé á hverfanda hveli. Veröldin eins og hún birtist þar er mjög óreiðukennd.

Hér er grein sem er ágæt áminning um hið gagnstæða – hún er skrifuð af Julius Probst, en hann er doktorsnemi við háskólann í Lundi. Hann byggir á hugmyndum Hans Rosling, höfundar bókarinnar Factfulness sem margir lásu á síðasta ári. Nefnir til dæmis að á hverjum degi er fjölda fólks lyft yfir fátæktarmörk – og svo er mikill fjöldi sem dag hvern fær loks aðgang að rafmagni og hreinu vatni.

En það sem við upplifum hér á Vesturlöndum er að kjör fólks í millistétt hafa orðið óvissari. Og það hefur haft þau áhrif að pópúlískir stjórnmálamenn ná eyrum almennings og komast sums staðar til valda. Af því þarf auðvitað að hafa áhyggjur.

Probst birtir sjö myndir sem sýna hvernig heimurinn batnar. Sú fyrsta, hana má sjá hér að ofan, er kannski mikilvægust. Þarna sést hvernig lífslíkur eru að aukast nánast alls staðar. Menn lifa lengra og þar af leiðandi betra lífi. Langlífið helst saman við bætt kjör og heilsufar.

Probst sýnir líka á mynd hvernig barnadauði minnkar stöðugt. Víða er það gríðarleg breyting. Frjósemi minnkar, það er mikilvægt ef við höfum áhyggjur af offjölgun mannkyns. Þetta gerist býsna hratt, nú er talið að íbúafjöldi á jörðinni muni stöðvast í kringum 11 milljarða manna.

Þjóðarframleiðsla hefur aukist hvarvetna í veröldinni. Stóru fréttirnar eru auðvitað þær að þróunarlönd og ríki í þriðja heiminum hafa bætt sig gríðarlega mikið. Þetta veldur náttúrlega vissum áhyggjum á Vesturlöndum – við sjáum störf og framleiðslu hverfa héðan – en það er stórkostlegt að sjá lönd sem áður bjuggu við mikla og almenna fátækt vaxa og eflast.

Um leið má sjá að ójöfnuður milli landa hefur minnkað. Það eru áhugaverðar tölur. Hins vegar er rétt að nefna – og sjálfsagt að hafa áhyggjur af því – að ójöfnuður innan landa eykst.

Fleira fólk en áður býr í lýðræðisríkjum, þrátt fyrir að við höfum áhyggjur af því hvernig lýðræðinu reiðir af. Og svo eru það styrjaldir og vopnuð átök. Það eru í raun ein stórtíðindi vorra tíma hvernig þeim hefur fækkað sem bíða bana í styrjöldum. Þessi þróun hefur staðið nokkuð lengi og nú lifum við á óvenju friðsömum tímum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“