fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Einar Kristinn: Grunnt kol­efn­is­spor í ís­lensku lax­eldi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. janúar 2019 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og nú formaður Landssambands fiskeldisstöðva, segir í Morgunblaðinu í dag að kolefnissporið í íslensku laxeldi sé grunnt. Er það byggt á rannsókn Stefáns Gíslasonar og Birnu Sigrúnu Hallsdóttur hjá Umhverfisstofnun um málefnið og hvernig megi minnka kolefnisfótsporið.

„Meg­inniðurstaða skýrsl­unn­ar er að heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá lax­eldi í sjó hafi verið um 31 þúsund tonn CO2 ígilda árið 2017, eða sem nem­ur 3,21 kg CO2 ígilda á hvert kíló af til­bú­inni afurð. Þetta eru sann­ar­lega uppörv­andi niður­stöður og sýna að kol­efn­is­fót­spor í fisk­eldi er mjög grunnt. Svipað og við veiðar á villt­um fiski, svo sem þorski og lægra en í flestri ann­arri fram­leiðslu á dýra­af­urðum,“

segir Einar og nefnir að þetta sé minna en í öðrum matvælaiðnaði:

„Til þess að átta sig bet­ur á þessu, er ágætt að bera sam­an kol­efn­is­sporið við aðra mat­væla­fram­leiðslu, sam­kvæmt sam­bæri­leg­um meðal­töl­um er­lendra grein­inga. Lægst er kol­efn­is­sporið í græn­met­is­fram­leiðslu, vel inn­an við 1 kg CO2 ígilda á hvert kíló af til­bú­inni afurð. Kjúk­ling­ur og svína­kjöt eru með all­nokkru dýpra fót­spor en lax­inn en lamba­kjöts- og nauta­kjöts­fram­leiðslan átta til ní­falt meira en lax­eldið.“

Einar segir að rekja megi það kolefnisfótspor sem laxeldi skilji eftir að langmestu leyti til fóðurframleiðslu, eða 93 prósent:

„…sem þýðir að ís­lensku lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in hafa að óbreyttu tak­markaða mögu­leika til að draga úr þess­um áhrif­um. Í dag er lang­mest­ur hluti fóðurs til lax­eld­is/​fisk­eld­is flutt­ur inn. En þversagn­ar­kennt er það óneit­an­lega að hluti fóðurs­ins verður til úr ís­lensku hrá­efni. Mjöl og lýsi er flutt er til Nor­egs og notað í fóður fyr­ir fisk­eldi, sem aft­ur er svo flutt hingað til lands. Þessu má breyta. Með auknu fisk­eldi hér á landi á kom­andi árum skap­ast for­send­ur til auk­inn­ar inn­lendr­ar fóður­fram­leiðslu sem mun þá hafa já­kvæð áhrif á kol­efn­is­sporið. Þróun í fram­leiðslu fóðurs að öðru leyti stuðlar einnig að því að draga úr kol­efnisáhrif­un­um og mun þess ábyggi­lega sjá stað í ná­inni framtíð.“

Í rannsóknarskýrslunni er bent á að hægt væri að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku laxeldi, með landbótaaðgerðum á borð við skógrækt og endurheimt votlendis. Segir Einar að þar blasi við möguleikar, sem fyrirtækin í laxeldi muni í framhaldinu hyggja vel að.

Þá segir Einar að fiskeldi sé komið til að vera, það sé hagkvæm framleiðsla með grunnt kolefnisfótspor:

„Þar liggja tæki­færi til vaxt­ar fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Ekki er fyr­ir­sjá­an­legt að afrakst­ur fiski­miðanna á heimsvísu verði meiri á næst­unni og víða í heim­in­um er sótt að rækt­ar­landi, meðal ann­ars vegna auk­inn­ar þétt­býl­is­mynd­un­ar. Hvarvetna gera menn sér því ljóst að til þess að mæta vax­andi fæðuþörf mann­skyns og auk­inni vel­meg­un er brýnt að auka fisk­eld­is­fram­leiðslu í góðri sátt við nátt­úr­una.

Talið er að jarðarbú­um fjölgi um millj­arð til árs­ins 2030 og um 1,2 millj­arða til viðbót­ar til árs­ins 2050 og verði þá um 9,8 millj­arðar með sam­svar­andi aukn­ingu á fæðuþörf. Þeirri eft­ir­spurn verður ekki mætt án auk­ins fisk­eld­is af fjölþætt­um toga. Á sama tíma þurf­um við að minnka kol­efn­is­sporið sem fylg­ir flest­um mann­leg­um at­höfn­um. Í því sam­hengi mun fisk­eldi skipta miklu máli; hag­kvæm og vist­væn aðferð við mat­væla­fram­leiðslu sem skil­ur eft­ir sig lítið og grunnt kol­efn­is­spor.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“