fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Warren undirbýr forsetaframboð – Trump óskar henni velfarnaðar

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 10:55

Elizabeth Warren hyggst bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2020.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Warren, öldungardeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts-fylki, tilkynnti á gamlársdag að hún hyggðist bjóða sig fram til embættis forseta Bandaríkjanna árið 2020. Warren er nafntogaðasti Demókratinn sem hefur tilkynnt um framboð sitt en hún hefur lengi verið orðuð við framboð. Í tölvupósti til stuðningsmanna sinn sagði Warren að hún hefði sett á laggirnar , sem ger­ir henni kleift að safna fé og ráða í lyk­il­stöður áður en form­legt for­setafram­boð fer af stað. Þá birti hún fjögurra mínútna myndband þar sem hægt er að lesa í hverjar verða helstu áherslunar hennar í framboðinu. Búist er við að fjölmargir þekktir Demókratar muni tilkynna um framboð sitt á næstu vikum og mánuðum.

Viðbrögð Donald Trump við framboði Warren voru óvenju hófsöm.

Warren og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafa lengi eldað grátt silfur saman. Hefur Trump meðal annars ítrekað uppnefnt Warren „Pocahontas“ í ljósi þess að þingkonan hefur haldið því fram að hún eigi ættir sínar að rekja til frumbyggja Bandaríkjanna. Fyrr á árinu birti Warren niðurstöður DNA-prófs til þess að sýna fram á ættartengslin en Trump gaf lítið fyrir þær tilraunir.  Það var því beðið með talsverðri eftirvæntingu eftir viðbrögðum Trump við framboði Warren. Forsetinn var þó óvenju hófsamur og óskaði þingkonunni góðs gengis. „Við sjáum hvernig henni gengur, ég óska henni velfarnaðar. Ég vona að hún standi sig vel. Ég myndi njóta þess að vera í framboði gegn henni,“ sagði Trump.

Kosningamyndband Warren:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda