fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. september 2018 07:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má færa rök að því að Japaninn Haruki Murakami sé mesti rithöfundur heims um þessar mundir. Hann er feikilega vinsæll, bækur hans seljast í risaupplögum, ný bók frá honum sætir miklum tíðindum, en hann slær hvergi af bókmenntalegum kröfum – Murakami hefur einstakan stíl og er mjög frumlegur.

Því má jafnvel segja að Murakami hafi farið langleiðina með að eyðileggja Nýja Nóbelinn svokallaðann með því að segjast ekki vilja vera með. Þessi verðlaun voru sett upp vegna þess að hin eiginlegu Nóbelsverðlaun verða ekki veitt í ár, ástæðan er upplausn í Nóbelsakademíunni vegna kynlífshneyksla.

Murakami hafði verið valinn úr nokkuð stórum hópi höfunda sem voru tilnefndir – þar á meðal var Jón Kalmann Stefánsson. Hann stóð eftir ásamt breska höfundinum Neil Gaiman, Kim Thúy sem er kanadísk en upprunnin í Vietnam og Maryse Condé. Ágætir höfundar, þótt Gaiman rísi ekki alveg undir því að vera í  hópi sem keppir til verðlauna sem eiga að líkjast Nóbelsverðlaununum.

Murakami semsagt kippir fótunum undan þessu með því að draga sig út úr hópnum. Hann þakkar fyrir, en segist ekki vilja láta trufla sig með þessum hætti frá ritstörfum.

En svo segir sagan að hluti ástæðunnar fyrir því að Murakami vilji ekki vera með sé sú að þetta gæti spillt fyrir möguleikum hans að fá hinn raunverulega Nóbel. Hann verður veittur aftur á næsta ári, og þá er ráðgert að tveir höfundar fái hann, verðlaunin verða semsagt líka veitt fyrir árið sem nú fellur niður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt