fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Illugi ósáttur: „Þetta verður ekki þagað í hel […] Takið ábyrgð, vesalingar!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þið fyrirgefið en þetta verður bara verra og verra. Og þetta verður ekki þagað í hel.“ Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur á Facebook-síðu sinni um fréttir þess efnis að 22 miljónir hafi farið í lýsingu á hátíðarfundinum á Alþingi á Þingvöllum sem fram fór þann 18. júlí síðastliðinn um hábjartan dag að sumri til.  Áður hefur Egill Helgason spurt hvernig kostnaður við litla misheppnaða samkomu geti tvöfaldast en kostnaður við hátíðina var hátt í 90 milljónir króna á fund sem aðeins um 300 manns mættu á, en inni í þeirri tölu eru nokkur fjöldi ferðamanna. Ýmis annar kostnaður vekur upp spurningar og hefur Eyjan óskað eftir ítarlegri sundurliðun en nú hefur verið birt.

Illugi Jökulsson gagnrýnir kostnaðinn við fundinn harðlega en hann segir:

„Ég vil fá að sjá andlit sem segir: „Já, ég gerði mér grein fyrir að lýsingin á þessari sjónvarpsútsendingu, sem fyrirsjáanlegt var að enginn myndi horfa á og enginn hafði beðið um, myndi kosta 22 milljónir.“

Eða þá andlit sem segir mér:  „Nei, ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta myndi kosta, og mér var skítsama. Ég lét fyrirtækið bara fá óútfylltan tékka.“

Þá segir Illugi:

„Druslist þið nú einu sinni til að fela ykkur ekki bak við nafnleysið, þið hetjur sem eruð á launum hjá okkur! Ég vil fá að sjá framan í þær hetjur sem hreykja sér hátt af því að setja 25 milljónir til að bjarga lífi þeirra sem eru svo örvæntingarfullir í þessu samfélagi að þeir íhuga sjálfsvíg – en á sama tíma eru settar 22 milljónir í lýsingu á fundi sem enginn bað um og enginn vildi og auk þess 4,5 milljónir í raflagnir […] Ég vil fá að sjá framan í einhvern sem segir mér að honum hafi fundist þessum peningum vel varið, eða þá að honum hafi verið skítsama. Takið ábyrgð, vesalingar!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun