fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vinnandi fólk sem getur ekki lifað af kaupinu sínu – hræsnandi milljarðamæringar

Egill Helgason
Mánudaginn 17. september 2018 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mögnuð forsíða Time vekur athygli á ástandinu í Bandaríkjunum þar sem laun vinnandi fólks nægja ekki til framfærslu. Þetta er þróunin þrátt fyrir vaxandi þjóðarauð og gríðarlegan vöxt á hlutabréfamarkaði. En það kemur alþýðu manna lítt til góða þegar laun standa í stað og grafið er undan réttindum vinnandi fólks.

Á forsíðunni er kennarinn Hope Brown, hún er með meistaragráðu og 16 ára starfsreynslu, en þarf að vinna tvö aukastörf og gefa blóð til að láta enda ná saman. Svona sögur eru algengar á tíma sívaxandi ójöfnuðar, eins og segir í blaðinu.

Á sama tíma les maður um ríkasta mann heims, Jeff Bezos, eiganda Amazon. Hann ætlar að stofna góðgerðasjóð með tveimur milljörðum dollara. Fá fyrirtæki gera meira til að grafa undan félagslegum réttindum en Amazon. Starfsmenn hafa ekkert starfsöryggi, hluti þeirra er ráðinn frá klukkutíma til klukkutíma, aðbúnaður í vöruhúsum fyrirtækisins er illur, verkafólkið getur varla tekið pásu til að fara á salerni. Og launin eru svo lág að starfsfólk hjá Amazon, líkt og mörgum öðrum fyrirtækjum, þarf að leita á náðir velferðarstofnana til að skrimta.

Og þá er velferðarkerfið hætt að þjóna þeim snauðu sem þurfa á því að halda, heldur er það orðið eins konar opinbert niðurgreiðslukerfi fyrir sóðafyrirtæki sem skeyta í raun ekki hætishót um samfélagslega ábyrgð.

En maður eins og Bezos ætti náttúrlega að líta í eigin barm og byrja að taka til í sínu eigin fyrirtæki. En það mælist líklega illa fyrir hjá hluthöfunum. Á sama tíma og hann tilkynnir um hinn mikla sjóð hefur Amazon haft í hótunum við borgaryfirvöld í Seattle vegna áforma um að bæta húsnæðisástand hjá láglaunafólki og heimilisleysingjum. Auðhringurinn telur það vera andstætt hagsmunum sínum.

Skattaundanskot Amazon eru líka fræg. Í Bretlandi greip um sig mikil reiði þegar kom í ljós að skattbyrði Amazon á þessu ári hafði lækkað verulega. Eða eins og segir í fyrirsögn Daily Express – þú myndir borga 45 prósent en Amazon borgar 6 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun