fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 16:46

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarráðuneytinu verður skipt upp í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, jafnréttismál færast á ábyrgð forsætisráðuneytis og málefni mannvirkja færast úr umhverfisráðuneyti í félagsmálaráðuneyti, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Markmiðið með þessum breytingum er að „skýra verkaskiptingu, skerpa pólitíska forystu og skapa aukin sóknarfæri í málaflokkum sem ríkisstjórnin hefur í forgangi.“

Tillaga til þingsályktunar þessa efnis hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og verður lögð fyrir Alþingi.

Með breytingunni fjölgar ráðuneytum úr níu í tíu við skiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Ráðgert er að embættistitill ráðherra nýs félagsmálaráðuneytis verði félags- og barnamálaráðherra og endurspeglar það áform stjórnvalda um aukna áherslu á málefni barna og ungmenna. Undirbúningur að breyttri skipan ráðuneyta hefur staðið yfir í sumar og hefur forsætisráðuneytið leitt vinnuna í samráði við hlutaðeigandi ráðherra.

Innan Stjórnarráðsins verður áfram unnið að því að efla sameiginlega stoðþjónustu fyrir öll ráðuneytin til að efla þjónustu, auka framleiðni og skilvirkni og auka jafnframt kostnaðarlega hagkvæmni, segir í tilkynningu.

Breytingar taka gildi á nýju ári
„Stefnt er að því að nýr forsetaúrskurður um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og nýr forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta með þeim breytingum sem hér hafa verið raktar komi til framkvæmda 1. janúar 2019.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus