fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Framsókn setur barnalífeyri í forgang

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 13:15

Sigurður Ingi jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur gefið út forgangsmál sín fyrir komandi þingvetur. Þar er barnalífeyrir settur í fyrsta sætið, en Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður á frumvarpi til breytingar á lögum um almannatryggingar, sem fela í sér að Tryggingastofnun ríkisins „geti ákveðið sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, sjúkdóms, eða greftrunar barns ásamt annarra sérstakra tilefna.“

Þar næst er þingsályktunartillaga þess efnis að „sérstaklega verði fjallað um bújarðir við mótun almennrar stefnu um eignir og réttindi í eigu ríkisins og verði þá litið til ábúðar, náttúruverndar, ferðaþjónustu og möguleika fólks til að hefja búskap.“

Í þriðja lagi er þingsályktunartillaga þess efnis að ríkisstjórnin skipi starfshóp „sem fái það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Stefnan feli í sér fyrirkomulag um hvernig hið opinbera efli stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila sem málið snertir.“

Forgangsmál Framsóknar í heild sinni:

 

  1. Barnalífeyrir. Frumvarpið er breyting á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007. Flutningsmenn eru Silja Dögg Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Willum Þór Þórsson og Þórunn Egilsdóttir. Breytingarnar fela í sér að Tryggingastofnun ríkisins geti ákveðið sérstakt framlag vegna útgjalda við skírn, fermingu, gleraugnakaup, tannréttingar, sjúkdóms, eða greftrunar barns ásamt annarra sérstakra tilefna. Úr greinagerð: Um 900 börn á Íslandi sem nú eru á aldrinum 0–18 ára hafa misst foreldri. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef foreldri er látið eða er elli-, örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi. Einnig geta einstæðir foreldrar sótt um barnalífeyri í stað meðlags ef ekki er hægt að feðra barn (getur t.d. átt við um tæknifrjóvgun). […]Sambærilega heimild er ekki að finna til handa barnalífeyrisþegum þar sem staðan er þó sú sama á þann veg að einn framfærandi ber hitann og þungann af öllum kostnaði sem upp kemur. Flutningsmenn telja að með þessu sé börnum einstæðra foreldra mismunað, þ.e. eftir því hvort báðir foreldrar eða annar er á lífi. Í 2. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kemur fram að nauðsynlegt sé að gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað, t.d. vegna stöðu foreldra þess. Slík mismunun fer einnig gegn hugmyndum jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands. Sjá hér.

 

  1. Eigendastefna ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða. Þingsályktunartillagan tekur á því að sérstaklega verði fjallað um bújarðir við mótun almennrar stefnu um eignir og réttindi í eigu ríkisins og verði þá litið til ábúðar, náttúruverndar, ferðaþjónustu og möguleika fólks til að hefja búskap. Flutningsmenn eru Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson. Úr greinagerð: Þróun síðustu ár hefur verið sú að sífellt fleiri jarðir fara úr ábúð og það hefur veikt mjög hinar dreifðu byggðir landsins sem eru mikilvægar út frá byggðasjónarmiðum og til að tryggja matvælaframleiðslu og jafnrétti til búsetu. Síðasta áratug hafa orðið miklar breytingar á landnotkun í dreifbýli en sú breyting sem hefur hvað víðtækust áhrif er mannfjöldi sem ræðst að verulegu leyti af atvinnumöguleikum fólks. Markmið tillögu þessarar er einkum það að málefni bújarða séu höfð að leiðarljósi við mótun almennrar eigandastefnu ríkisins og stefnan tryggi möguleika fólks til að hefja búskap. Einnig þarf að horfa til náttúruverndar og uppbyggingar ferðamannasvæða. Sömuleiðis þarf að skilgreina hvers konar landsvæði skuli vera í eigu ríkisins og þar með hvaða landsvæði sé heppilegra að sé í eigu einkaaðila. […] Margar jarðir í eigu ríkisins hafa mikla sérstöðu með tilliti til náttúru, sögu og menningar, en flestar bújarðir og jarðahlutar eru í umsjón stofnana ríkisins eða ábúenda sem hafa þær til afnota gegn leigugjaldi. Samkvæmt jarðalögum, nr. 81/2004, fer fjármála- og efnahagsráðuneytið með forræði ríkisjarða og kveða lögin á um kaup, sölu og aðra ráðstöfun ríkisjarða. 1 Lögin kveða ekki á um að ríkið setji sérstaka stefnu fyrir sínar jarðir. Í lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál er hins vegar mælt fyrir um skyldu ráðherra til að móta almenna stefnu um eignir og réttindi í eigu ríkisins. Slík stefna skal fjalla um markmið og áherslur ríkisins um meðferð og nýtingu eigna og réttinda eftir eignaflokkum skv. 1. mgr. 43. gr., sbr. 2. mgr. 43. gr. laganna. Drög að meginþáttum slíkrar stefnu voru lögð fram til umsagnar á vef Stjórnarráðsins þann 5. október 2017. 2 Stefnan hefur ekki verið samþykkt. Flutningsmaður telur eðlilegt að við mótun stefnunnar verði haft samráð t.d. við Bændasamtök Íslands, Landgræðslu ríkisins, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skógrækt ríkisins. Sjá hér.

 

  1. Klasastefna. Málið er þingsályktunartillaga, fyrsti flutningsmaður er Willum Þór Þórsson og aðrir eru Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir. Þingsályktunartillagan í heild sinni:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp sem fái það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Stefnan feli í sér fyrirkomulag um hvernig hið opinbera efli stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila sem málið snertir. Stefnan verði unnin í tengslum við stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs 2017–2019. Markmið nýrrar klasastefnu verði:

  1. að ráðstafa fjármunum til atvinnuuppbyggingar og byggðaþróunar með markvissum hætti,
  2. að efla samvinnu vísinda og atvinnulífs,
  3. að efla nýsköpun,
  4. að efla samkeppnishæfni fyrirtækja, atvinnugreina og þjóðarinnar, e. að efla hagsæld. Ríkisstjórnin skili skýrslu til Alþingis með niðurstöðum starfshóps í lok maí 2019. Sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus