fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni blandar sér í WOW umræðuna – „Fróðlegur gamall leiðari í samhengi málefna dagsins“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. september 2018 09:04

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, skrifaði fróðlegt tíst á Twitter á laugardaginn, sama dag og Morgunblaðið greindi frá því að WOW air skuldaði Isavia um tvo milljarða í lendingargjöld.

Sjá nánarSkúli vísar skuldafrétt á bug:„Til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreiðanlegra heimilda“

 

„Fróðlegur gamall leiðari í samhengi málefna dagsins. En ég er farinn á völlinn,“

skrifar Bjarni og birtir hlekk á gamlan leiðara Morgunblaðsins frá 1980, þar sem fjallað er um erfiða stöðu Flugleiða.

Kunnugleg staða

Í leiðaranum kemur fram að á fyrstu sex mánuðum ársins 1980 var fjöldi viðkomufarþega á Keflavíkurflugvelli 100.000 manns, helmingi færri en árið áður. Stórhækkun á eldsneytiskostnaði, undirboð í verðstríði á fjölþjóðaflugleiðum ásamt verkefna- og tekjuhruni Flugleiða var sögð skýringin ásamt innlendri verðbólgu og skammsýni stjórnvalda, sem fólst í því að lækka ekki, eða afnema, lendingargjöld Flugleiða, líkt og gert hafði verið fyrir Loftleiði árin 1979 og 1980. Voru lendingargjöldin og flugvallargjöldin, eldsneytisverð og flugvallarskattur sagður helsti dragbíturinn á erlend flugfélög að hafa hér viðkomu.

 

Standa við fréttina

Skúli Mogensen svaraði grein Morgunblaðsins í færslu á Facebook, þar sem hann neitaði því að hafa nokkurn tíma skuldað Isavia yfir tvo milljarða. Bauð sú skýring upp á aðra túlkun, að WOW gæti hafa skuldað Isavia aðeins minni upphæð, en WOW vildi ekki svara Morgunblaðinu hvort félagið skuldaði einhver lendingargjöld og hvort sú skuld væri gjaldfallin.

Þrátt fyrir fordæmingu Skúla Mogensen á vinnubrögðum Morgunblaðsins, stóð blaðið við fréttina og blaðamaðurinn Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri Viðskipta hjá Morgunblaðinu, kallaði eftir svörum Skúla í athugasemdarkerfi Facebooksíðu hans, án þess að fá svör.

Á morgun klukkan 14 mun WOW gefa út tilkynningu um niðurstöðu skuldabréfaútboðsins.

Hvort tíst Bjarna sé vísbending um mögulega aðkomu stjórnvalda að skuldastöðu WOW skal hinsvegar ósagt látið, en þess má geta að fjármálaráðherra fer með eina hlutabréfið í Isavia ohf og tilnefnir alla fimm stjórnarmenn þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus