fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilja lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 15. september 2018 16:03

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagt hefur verið fram nýtt þingmál um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Ísland undirritaði samninginn árið 2007 og fullgilti hann 2016. Með fullgildingu skuldbatt Ísland sig til að tryggja fötluðu fólki þau réttindi sem samningurinn mælir fyrir um en sú skuldbinding er þó aðeins samkvæmt þjóðarétti.

Í íslenskri lagatúlkun þarf að „lögfesta“ alþjóðlega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif hér á landi. Samkvæmt íslenskri réttarskipan er ekki hægt að beita samningnum með beinum hætti fyrir íslenskum dómstólum eins og hægt er að gera með almenn lög, nema hann hafi verið lögfestur. Hafi samningur þannig einungis verið fullgiltur en íslensk lög stangast á við einhver ákvæði hans víkja ákvæði samningsins.

Þess vegna telja flutningsmenn tillögunnar því nauðsynlegt að ganga skrefinu lengra og lögfesta samninginn eins gert hefur verið með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (2013), Mannréttindasáttmála Evrópu (1994) og EES-samninginn (1993).

Ágúst Ólafur lagði einnig fram þingsályktun um að lögfesta bæri Barnasáttmálann á sínum tíma og var sú þingsályktun samþykkt á Alþingi árið 2009.

Með lögfestingu á samningi um réttindi fatlaðs fólks verður Ísland eitt af fáum ríkjum heims sem hafa gert slíkt, ef ekki það eina.

Markmið samningsins eru að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, jafnframt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess. Mikilvægustu skilaboð samningsins eru að fatlaðir einstaklingar eigi fullan rétt á öllum viðurkenndum mannréttindum til jafns við aðra og að fá njóta sjálfstæðs lífs og einstaklingsfrelsis til jafns við aðra. Samningurinn er því mjög öflugt tæki í baráttunni fyrir fullum mannréttindum fatlaðs fólks.

Hér má sjá þingmálið sem er fyrsta þingmannamálið sem verður rætt á Alþingi á þessu löggjafarþingi og fer umræðan fram næsta mánudag,https://www.althingi.is/altext/149/s/0021.html

 

Flutningsmenn eru: Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Inga Sæland, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Njörður Sigurðsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sara Elísa Þórðardóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki