fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Skrípa(l)leikur Rússa

Egill Helgason
Föstudaginn 14. september 2018 08:35

Þessir tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar eru taldir hafa eitrað fyrir feðginunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan á samskiptamiðlum er nánast mannskemmandi á köflum, ég man eftir nokkrum hópi manna sem fór hamförum yfir ásökunum um að Rússar stæðu að baki morðtilræðinu við Sergei Skripal og dóttur hans. Maður sá reiði og hneykslun – að þetta væri nú mesta fjarstæða, jafnvel að Bretar hlytu að hafa staðið að baki tilræðinu. Það voru jafnvel málsmetandi menn sem héldu þessu fram, menn sem líta býsna stórt á sig. Þetta var heilmikið áróðursstríð.

Nú eru Bretar að birta niðurstöður rannsóknarinnar. Það má til dæmis sjá myndskeið á vef BBC. Viðbrögð Rússa eru stórfurðuleg, minna meira en lítið á tíma KGB. Sú stofnun fór ekki alltaf fínlega í hlutina. En það eru náttúrlega KGB-menn sem ráða ferðinni í Moskvu – það var leyniþjónustan sem stóð uppi sigri hrósandi eftir fall Sovétsins.

Petrov og Boshirov birtast í viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina RT.  Þeir segjast hafa farið til Salisbury að skoða kirkjuna þar, vinir þeirra hafi sagt þeim hvað hún sé stórkostleg, nefna meira að segja hæð kirkjuturnsins – 123 metrar. Ferðir þeirra í annarri heimsókninni eru hins vegar raktar þannig að þeir fara beint að heimili Skripals. Þeir komu víst tvisvar í bæinn, í hitt skiptið er framburður þeirra sá að þeir hafi orðið frá að hverfa vegna veðurs.

Þeir eru spurðir hvort sé ekki fáránlegt að karlmenn séu að bera með sér glas af konuilmvatni – jú, það er út í hött. Svo eru þeir spurðir undir rós hvort þeir séu nokkuð hommar, það sé dálítið skrítið að tveir karlar séu að ferðast svona saman.

Það aðalritstjóri hjá RT sem tekur þetta makalausa viðtal. Það er eiginlega þess eðlis að það staðfestir allar ásakanir Breta – málinu er í raun slegið upp í grín og alvöruleysi. Það er einungis reynt að drepa því á dreif. Maður veltir fyrir sér hver markhópur þessa fréttaflutnings sé – kannski er þetta bara ætlað fyrir hinn meðfærilega heimamarkað sem gerir ekki miklar kröfur?

Á Vesturlöndum gera menn vart annað en að hrista höfuðið. RT er grímulaus áróðursstöð fyrir Kremlarvaldið.  Samt er til fólk hér vestra sem tekur mark á þessum fjölmiðli. Það mun sjálfsagt ekki láta segjast. Þótt viðbrögð Rússa séu absúrd – og bendi ekki til neins annars en sektar – og sönnunargögn liggi fyrir, þá er það eins og að stökkva vatni á gæs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus