fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Ósammála um stöðu löggæslunnar: „Mætir lögreglumenn hrökklast undan álagi til annarra starfa“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. september 2018 19:53

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, ekki kveðjurnar í umræðu um stöðu löggæslunnar í landinu og áætluð framlög til hennar í nýju fjárlagafrumvarpi.

Helga Vala sakar dómsmálaráðherra um skilningsleysi á alvarlegri stöðu málaflokksins og segir undirmönnun lögregluembættanna stefna öryggi borgara landsins í hættu. Helga Vala skrifar eftirfarandi pistil um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld:

Ég get ekki orða bundist. Ég hef ekki litlar áhyggjur af fullkomnu skilningsleysi dómsmálaráðherra á stöðu almennrar lögggæslu á landinu. Lögregluembættin eru mjög undirmönnuð en ráðherra brúkar bara munn og fer að tala um að þingmanið hefði betur haft áhyggjur af lögreglunni í Búsáhaldabyltingunni, þegar óskað er svara í umræðu um fjárlög á þinginu.

Sú viðvarandi fjárþörf sem lögreglan er í kemur beint niður á öryggi borgaranna. Með auknu álagi verða slysin. Mætir lögreglumenn hrökklast undan álagi til annarra starfa og í langtímaveikindaleyfi en ráðherra virðist bara standa hjartanlega á sama. Þetta er alveg hreint ömurleg staða.

Allt annar tónn er í nýlegum ummælum dómsmálaráðherra um framlög til löggæslunnar á Facebook-síðu hennar:

Verkefni lögreglunnar hafa aukist að undanförnu, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna með tilheyrandi álagi um allt land. Því hefur verið mætt með auknu fjárframlagi en betur má ef duga skal. Það verður áfram kappsmál mitt að renna styrkum stoðum undir löggæsluna í landinu.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra

Hækkun upp á 1,1 milljarð

Framlög til löggæslu í nýju fjármálafrumvarpi nema alls 17 milljörðum króna. Er það hækkun upp á 1,1 milljarð frá síðustu fjárlögum. Sérstakt framlag upp á 410 milljónir er veitt vegna aukins álags af ferðamönnum.

Sjá umfjöllun Fjármálaráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir