fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Mánaðarlaun voru 706 þúsund að meðaltali árið 2017 – 10% launamanna með undir 400 þúsund

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 706 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi heildarlauna var 618 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Munur meðaltals og miðgildis skýrist meðal annars af því að hæstu laun hækka meðaltalið en kjarasamningar tryggja ákveðin lágmarkskjör án þess að kveða á um hámarkskjör. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Tæplega helmingur launamanna var með heildarlaun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur. Þá voru tæplega 10% launamanna með heildarlaun undir 400 þúsundum króna og um 12% launamanna voru með heildarlaun yfir milljón krónur á mánuði.

Skýring: Stuðst er við evrópska þjóðhagsreikningastaðalinn ESA 2010 við skiptingu vinnumarkaðarins í almennan vinnumarkað og opinbera starfsmenn. Opinberir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga teljast þeir sem vinna hjá hinu opinbera (S.13). Til hins opinbera telst rekstur á vegum ríkis og sveitarfélaga sem er undir stjórn þeirra og rekinn að meirihluta fyrir skatttekjur. Aðrir teljast þá til almenns vinnumarkaðar, þar með talin fyrirtæki í eigu opinberra aðila sem rekin eru að meirihluta fyrir tekjur af sölu á vöru eða þjónustu.

Heildarlaun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 730 þúsund krónur á mánuði árið 2017 hjá fullvinnandi starfsmönnum. Heildarlaun ríkisstarfsmanna voru 774 þúsund krónur en 569 þúsund krónur hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Dreifing heildarlauna var ólík eftir launþegahópum, þannig voru 65% starfsmanna sveitarfélaga með heildarlaun undir 600 þúsundum króna á mánuði en það sama átti við um rúmlega 30% ríkisstarfsmanna og um 45% starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Laun afgreiðslu-, sölu- og þjónustufólks
Laun starfsstétta geta verið mismunandi eftir atvinnugreinum sem oftast má rekja til ólíkra starfa og tilhögun vinnutíma. Sé tekið dæmi um heildarlaun starfsstéttarinnar afgreiðslu-, sölu- og þjónustufólks þá voru þau að jafnaði hæst í opinberri stjórnsýslu (O), eða 745 þúsund krónur. Lægst voru heildarlaunin í fræðslustarfsemi (P) eða sem nemur 380 þúsund krónum á mánuði að meðaltali. Í opinberri stjórnsýslu eru störf við löggæslu og fangavörslu fjölmennust innan starfsstéttarinnar en í fræðslustarfsemi eru það hins vegar störf ófaglærðra við barnagæslu. Minni munur var á grunnlaunum en þau voru 393 þúsund krónur hjá afgreiðslu-, sölu- og þjónustufólki í opinberri stjórnsýslu en 333 þúsund krónur í fræðslustarfsemi. Í framleiðslu (C) og heild- og smásöluverslun (G) eru afgreiðslu- og sölustörf algengust en störf þjóna um borð í flugvélum í atvinnugreininni flutningar og geymsla (H). Í upplýsingum og fjarskiptum (J) eru afgreiðslu- og sölustörf í sérvöruverslunum algengust en aðstoðar- og umönnunarstörf á stofnunum og á einkaheimilum í atvinnugreininni heilbrigðis- og félagsþjónusta (Q).

Skýring: Rétthyrningurinn afmarkar neðri og efri fjórðungsmörk og miðgildið skiptir honum í tvennt. Strikin marka 10/90 mörkin. Framleiðsla (C), heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum (G), flutningur og geymsla (H), upplýsingar og fjarskipti (J), opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar (O), fræðslustarfsemi (P), heilbrigðis- og félagsþjónusta (Q).

Heildarlaun sérfræðinga við kennslu á bilinu 522 til 855 þúsund krónur
Grunnlaun fyrir sérfræðistörf við kennslu voru á bilinu 494 til 696 þúsund krónur, lægst við kennslu á leikskólastigi en hæst við kennslu á háskólastigi. Dreifing grunnlauna var áþekk á öllum skólastigum nema háskólastigi en þess ber að geta að störf við kennslu á háskólastigi eru misleitari, í þann starfaflokk flokkast saman stundakennarar, aðjúnktar, lektorar, dósentar og prófessorar.

Heildarlaun fyrir sérfræðistörf við kennslu voru á bilinu 522 til 855 þúsund krónur á mánuði árið 2017 og raðast á sama hátt og grunnlaun eftir skólastigi. Heildarlaun framhaldsskólakennara eru mun dreifðari en grunnlaun þeirra sem skýrist meðal annars af yfirvinnugreiðslum. Þá voru yfirvinnugreiðslur og aðrar óreglulegar greiðslur einnig  nokkuð algengar hjá sérfræðingum við kennslu á háskólastigi, til dæmis vegna rannsóknarvirkni og nefndarsetu, en 0,3% þeirra voru með yfir milljón krónur í grunnlaun og tæplega 26% með heildarlaun yfir milljón krónur á mánuði.

Laun fullvinnandi sérfræðinga við kennslu 2017
  Grunnlaun Regluleg laun Regluleg heildarlaun Heildarlaun Greiddar stundir
2310  Kennsla á háskólastigi 696 702 771 855 187,4
2320  Kennsla á framhaldsskólastigi 569 569 716 752 197,9
2331  Kennsla á grunnskólastigi 521 522 554 585 178,9
2332  Kennsla á leikskólastigi 494 496 502 522 173,0

Skýring: Meðallaun í þúsundum króna. Grunnlaun eru greidd mánaðarlaun fyrir dagvinnu, grunndagvinnulaun, án allra aukagreiðslna. Regluleg laun eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Regluleg heildarlaun eru regluleg laun að viðbættum launum fyrir tilfallandi yfirvinnu. Heildarlaun eru öll laun einstaklingsins, þ.e. regluleg heildarlaun auk ýmissa óreglulegra greiðslna s.s. orlofs- og desemberuppbótar, eingreiðslna, ákvæðisgreiðslna og uppgjörs vegna uppmælinga. Við útreikninga er hvorki tekið tillit til hlunninda né akstursgreiðslna. Greiddar stundir eru mánaðarlegar stundir fullvinnandi einstaklinga, hvort heldur sem er í dagvinnu, vaktavinnu, eftirvinnu, uppmælingum eða yfirvinnu. 

Nánar um niðurstöður
Hagstofan birtir samræmda tímaröð fyrir árin 2014-2017 með upplýsingum um laun starfsstétta fyrir allan vinnumarkaðinn, einstakar atvinnugreinar og launþegahópa. Einnig eru birtar upplýsingar um laun fyrir um 200 störf og starfsstéttir Áður birtar niðurstöður fyrir árin 2014-2016 hafa verið endurskoðaðar. Um er að ræða bráðabirgðaniðurstöður.

Niðurstöður byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands og ná til rúmlega 70 þúsund launamanna. Launarannsóknin er lagskipt úrtaksrannsókn meðal launagreiðenda með 10 eða fleiri starfsmenn. Launarannsóknin nær til um 80% af íslenskum vinnumarkaði þó að enn séu atvinnugreinar utan rannsóknar. Nánari upplýsingar um skilgreiningar og lýsingar á aðferðarfræði má finna í lýsigögnum á vef Hagstofunnar.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG