fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ásthildur brjáluð út í Steingrím J: „Getur verið að þú sért algjörlega blindur á afleiðingar þinna eigin gjörða?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 09:18

Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, sem skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík, lætur Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis og fyrrum formann Vinstri grænna, finna til tevatnsins í grein í Fréttablaðinu í dag.

Steingrímur var í viðtali á Hringbraut þann 12. apríl hvar hann nefndi það sem hann væri stoltastur af á sínum stjórnmálaferli:

„Ætli ég sé ekki stoltastur af því að leggja dag við nótt – og hreinlega allt mitt af mörkum – við að taka þátt í endurreisn landsins sem tókst á endanum með það mildum hætti fyrir samfélagið, verð ég að segja, að vakið hefur athygli stofnana og samtaka erlendis.“

Ásthildur tók ekki vel í þessi orð Steingríms:

„Ég verð að segja að það fór um mig við þessi orð þín. Getur verið að þú sért algjörlega blindur á afleiðingar þinna eigin gjörða?“

 

Þá telur Ásthildur upp margar þær afleiðingar af aðgerðum Steingríms sem ráðherra, sem hún telur ekki hafa verið svo „mildar“ fyrirsamfélagið:

„1. Ertu stoltur af því að á „þinni vakt“ og af þínu frumkvæði voru teknar ákvarðanir sem gerðu neytendur, fólk sem fjárfest hafði í húsnæði, hreinlega að „þegnum“ fjármálasatofnanna, algjörlega upp á náð og miskunn þeirra komin?

2. Ertu stoltur af því að á „þinni vakt“ og af þínu frumkvæði, hafi lög- og stjórnarskrárvarin réttindi verið brotin á venjulegu fólki sem tekið hafði fasteignalán og að þau brot standa enn og hafa ekki fengist leiðrétt?

3. Ertu stoltur að því að hafa með aðgerðum þínum valdið því að um 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín í gin bankana fyrir engar sakir?

4. Ertu stoltur af því að hafa búið svo um hnútana að venjulegt fólk á enga undankomuleið þegar bankamenn brjóta á því?

5. Ertu stoltur af því að hafa byggt sterka skjaldborg utan um bankana?

6. Ertu stoltur af því að hafa í öllum þínum ákvörðunum tekið hagsmuni fjármálafyrirtækja fram yfir hagsmuni almennings?

7. Ertu stoltur af því að hafa látið neytendur taka á sig harða refsingu fyrir afbrot fjármálafyrirtækjanna?

8. Ertu stoltur af aðgerðum ykkar Jóhönnu sem gerðu ekkert nema að lengja í snörunni, þannig að bankarnir gátu mjólkað fjölskyldur þar til ekki var meira að hafa, áður en þeir „opnuðu hlerann“ og létu fólk falla?

9. Ertu stoltur af því að hafa logið að Alþingi í ræðustól og sagt að engir Icesave samningar væru í gangi tveimur dögum áður en skrifað var undir leynisamning í skjóli nætur?“

 

Þá segir Ásthildur einnig:

 

„Upphaf allrar þessarar hörmungarsögu virðist liggja í því að árið 2009 lofaðir þú kröfuhöfum bankanna því að ef gengistryggð lán yrðu dæmd ólögleg, yrðu settir á þau Seðlabankavextir. Ertu stoltur af því? Hafðir þú virkilega ekki hugmynd um að kröfuhafarnir sem þér var svona annt um, voru ekki upphaflegir kröfuhafar bankanna sem höfðu afskrifað kröfur sínar strax í kjölfar hrunsins. Þú varst að lofa hrægammasjóðunum þessu og margar heimildir herma að svo hafirðu selt þeim lánasöfnin á minna en 10% af raunvirði. Það þýðir að jafnvel þó lánin hefðu verið vaxtalaus og einvörðungu höfuðstóll þeirra greiddur, hefði ágóði hrægammanna verið 1000% – sem flestum hefði sennilega þótt nóg. Ertu stoltur af því?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG