fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Jón Steindór ósáttur við Önnu Kolbrúnu og telur hana vega ósmekklega að starfsfólki Alþingis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 23:46

Anna Kolbrún Árnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, fer hörðum orðum um ummæli sem Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á leyniupptökunni frá Klaustri Bar, lét falla á Bylgjunni í morgun um starfsmenn Alþingis.

Vildi Anna Kolbrún meina að hið ósmekklega, klúra og á köflum hatursfulla tal sem átti sér stað á barnum þriðjudagskvöldið 20. nóvember væri hluti af kúltur sem hefði skapast á Alþingi og væri ekki bundinn við Alþingismenn eina heldur annað starfsfólk líka.

Jón Steindór telur að hér sé ómaklega vegið að starfsfólki Alþingis og skrifaði þennan stutta pistil um málið á Facebook-síðu sinni í kvöld:

 „Ósmekkleg ummæli um starfsmenn Alþingis.

Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður, var í viðtali í útvarpsþættinum Í Bítið á Bylgjunni í morgun.

Þar fór hún meðal annars orðum um Alþingi og starfsmenn þess sem fólu í sér afar ósmekklega aðdróttun um að starfsmenn Alþingis væru með einhverjum hætti hluti af einhverjum kúltúr sem umræðan á Klaustri væri sprottin af.

Hún sagði m.a:

„Við höfum kannski stundum haldið að þetta sé fólkið að þetta séu alþingsmenn sem skapa þennan kúltúr en ég er svolítið farin að efast um að það séu bara alþingsmenn.“

og síðar:

„Ég er að tala um stofnunina Alþingi vegna þess að starfsmennirnir, það eru allir mannlegir, þeir fara líka inn í þennan kúltúr þegar þeir fara þarna. … Það er samt eitthvað þarna sem er óáþreifanlegt.“

Ég held að varla finnist betri hópur af samviskusömu, kláru og hjálpsömu fólki sem gætir þess í hvívetna að vega hvorki að virðingu þings né þingmanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun