fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Dygðaskreyting, flugeldar og brennur og áramótasiðir sem eru breytingum undirorpnir

Egill Helgason
Mánudaginn 31. desember 2018 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dygðaskreyting er það víst farið að heita á íslensku þegar fólk tilkynnir með áberandi hætti hvað siðferði þess er gott. Enska hugtakið er virtue signalling. Um þessi áramót felst dygðaskreytingin helst í því að kaupa ekki flugelda heldur rótarskot, semsagt trjágræðlinga– og kunngjöra það helst á netinu.

Maður skyldi halda að þegar viðhorfin eru orðin svona þyrði varla neinn að skjóta upp flugeldum en ég ók framhjá tveimur flugeldasölum síðdegis í dag og sýndist þar vera fullt af fólki.

En ýmislegt er að breytast varðandi siðina á gamlárskvöld og þeir hafa reyndar lengi verið breytingum undirorpnir. Eitt sinn söfnuðust börn og unglingar saman niðri í Miðbæ, kveiktu í öllu lauslegu og gerðu at í lögreglunni.  Svona var ástandið 1948.

 

 

Yfirvöld sáu að þetta var óviðunnandi og þá var farið að efna til áramótabrenna úti í hverfunum. Það varð mikið kappsmál fyrir börn- og unglinga að safna efni í brennurnar. Stór hluti desembermánaðar fór í þetta. Greipar voru látnar sópa víða – til dæmis átti timbur það til að hverfa af byggingalóðum. Og þá var heldur ekki mikið um það hugsað hvaða skaðlegu efni lentu á bálinu, varla myndi neinn láta sér detta í hug að setja bíldekk á brennur núorðið.

Brennurnar urðu oft gríðarstórar, en svo sátu aðrir hópar barna- og unglinga um að kveikja í brennunum fyrir hinum – það þurfti að vakta bálkestina til að ekki væri borinn eldur að þeim fyrir gamlárskvöld. En stundum fuðruðu brennurnar upp fyrr en ætlað var.

Ljósmyndin hér að ofan er af krökkum sem söfnuðu í áramótabrennu á Ægissíðu upp úr 1970. Þetta eru sirka jafnaldrar mínir – mér sýnist ég jafnvel kannast við suma. Fyrir norðan Hringbraut þar sem ég bjó voru ekki áramótabrennur, þótti ekki á það hættandi vegna hinnar þéttu byggðar timburhúsa.

Það vekur athygli við myndina hve bálkösturinn er gríðarlega stór. Þarna hefur legið mikill dugnaður að baki og kapp. Ég ók framhjá brennustæðinu á Ægissíðu áðan og sýndist þetta vera ósköp smátt í samanburði. Mætti segja mér að hún fuðri upp á skömmum tíma.

Reyndar er það svo að brennur eins og sú á Ægissíðu eru aðallega fyrir túrista núorðið. Ferðamannarúturnar aka þar framhjá í stríðum straumum. Bærinn er stappfullur af ferðamönnum sem hafa frétt af hinum furðulegu áramótasiðum Íslendinga. Víðast hvar er gamlárskvöld dauflegt miðað við það sem tíðkast hér á landi. Við erum eins og furðudýr skjótandi upp flugeldum eins og enginn sé morgundagurinn, ferðamönnunum finnst þetta afar merkilegt. Þegar sá siður leggst af, og þess er kannski ekki langt að bíða, fara túristarnir kannski eitthvað annað.

 

 

Fréttin hér að ofan er frá 1954 og segir frá drengjum sem söfnuðu í áramótabrennu á Klambratúni. Hér að neðan er svo frétt úr Morgunblaðinu frá 1981. Þá er aðeins farið að dvína yfir brennugleðinni. Það vekur athygli að tilkynnt er hverjir eru ábyrgðarmenn fyrir brennunum, þar eru ýmsir þekktir borgarar eins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem var um tíma forseti Alþingis, og tónlistarmaðurinn Troels Bendtsen.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“