fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

2018 – tíðindalítið ár í stjórnmálum

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. desember 2018 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að eftirmæli ársins 2018 verði þau að það hafi verið frekar tíðindalítið í stjórnmálum á Íslandi, að minnsta kosti miðað við mörg undangengin ár. 2016 og 2017 féllu ríkisstjórnir og var kosið í bæði skiptin.

Í ár voru bæjar- og sveitastjórnakosningar sem leiddu almennt ekki af sér miklar breytingar. Þau pólitísku tíðindi ársins sem mest umræða hefur spunnist út af er subbulegt tal þingmanna út stjórnarandstöðu á krá, ræða dansks rasista á hátíðarsamkomu á Þingvöllum,  ramúrkeyrsla í framkvæmdum við gamlan bragga í Reykjavík og undarlegar akstursgreiðslur þingmanns frá  Suðurnesjum.

Mál sem er hægt að hafa ýmsar skoðanir á og hafa sum teygst á langinn – en ekkert sem þjóðfélagið stendur eða fellur með.

Vinsældir ríkisstjórnarinnar sem tók við síðla árs 2017 hafa að sönnu dregist saman, lítið álit á stjórnmálamönnum er nánast alheimsfyrirbæri um þessar mundir og gengi stjórna sem taka við dvínar hratt. Það virðist vera nokkuð almenn skoðun að stjórnmálamenn séu bæði vondir og spilltir – sem í sjálfu sér er ógn við lýðræðið. Í raun hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur þó setið á friðarstóli hingað til. Ætli þetta sé ekki fyrsta stjórnin síðan í hruni sem á þó þetta náðuga daga?

Enn hafa ekki komið upp mál sem hafa reynt á hana í alvöru, samkomulagið á stjórnarheimilinu virkar nokkuð gott. Kjarasamningar á næsta ári gætu breytt því, maður talar nú ekki um ef kemur til verkfalla. Aukin róttækni í verkalýðshreyfingunni er ein af fréttum ársins.

Þetta er árið þegar við töluðum mikið um að túristabólan væri að springa. Jú, vöxtur ferðamennskunnar minnkaði, en þó ekki meira en svo að aldrei hafa komið fleiri ferðamenn til Íslands en á þessu ári. Við biðum þess með öndina í hálsinum á WOW flugfélagið færi á hausinn, en það virðist ætla að þrauka í breyttri mynd. Ef litið er til annars höfuðatvinnuvegar, sjávarútvegsins, þá heldur samþjöppun eignarhaldsins áfram að aukast – við höfum ríkisstjórn sem er afar –hliðholl núverandi kerfi.

Sumt er endurtekið efni– eins og til dæmis að krónan fór að gefa eftir með tilheyrandi væntingum um verðbólgu og enn meiri kostnaði við lántökur. Almenningur fær að súpa seyðið af því sem fyrr.

Við höfum komist æ betur að því að samskiptamiðlar eru ömurlegur vettvangur fyrir samfélagsumræðu. Facebook er í tómu tjóni og reyndar margt í framferði þessa auðhrings sem er beinlínis glæpsamlegt.

Tíðindalítið ár – en það þarf ekki að vera svo slæmt. Er ekki stundum vísað í kínverska bölbæn sem hljóðar svo – „megir þú lifa áhugaverða tíma“?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“