fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Slysið við Núpsvötn og framsetning fjölmiðla

Egill Helgason
Föstudaginn 28. desember 2018 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einna fyrstur á slysstað við Núpsvötn var fyrrverandi fréttamaður. Hann tók myndir sem tóku að birtast í fjölmiðlum meðan björgunaraðgerðirnar stóðu yfir. Þetta kom illa við ýmsa, meðal annars frá hjúkrunarfræðingi á bráðavakt sem skrifaði eins og lesa má í Kvennablaðinu.

Björgunaraðgerðir í rauntíma, verðum að fá fleiri klikk á fréttirnar okkar, verðum að selja fleiri fréttir, skítt með siðferðið, skítt með tilfinningar fórnarlambanna, skítt með friðhelgi einkalífsins, skítt með rétt viðbragðsaðila til að fá að vinna án þess að vera ljósmyndaðir. „Við blörruðum myndirnar,“ hugsar kannski ritstjórinn til að friða samviskuna. Áhugasamir geta samt séð hvað er undir blörrinu, litla blörrið er sennilega barnið… Fleiri klikk á fréttina, win, win.

Annars sjáum við talsverðan  mun á því hvernig breskir og íslenskir fjölmiðlar fjalla um slysið hörmulega á brúnni yfir Núpsvötn. Hér heima er hefð fyrir því að fjölmiðlar haldi að sér höndum gagnvart slíkum atburðum, að sumu leyti helgast það máski af nábýlinu hér, en venjan hefur verið að reyna að forðast særandi og öfgakennda framsetningu, birta til dæmis ekki nöfn fyrr en lögregla er því samþykk.

En um leið sér maður að fólk sem starfar hér á fjölmiðlum skynjar þetta sem einhvers konar ófrelsi. Þannig skrifar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar:

Og ég er hugsi yfir þessari þróun, þessari vaxandi kröfu um að fjölmiðlar haldi að sér höndum og segi ekki fréttir – eða birti myndir – sem gætu mögulega komið illa við einhvern.

Kristinn Hrafnsson bætir um betur og vitnar í fréttaflutninginn í Bretlandi, en sumpart hafa íslenskir fjölmiðlar tekið upp fréttir af slysinu frá bresku pressunni.

Með þvi að lesa þessa bresku fjölmiðla kynntist maður þessu fólki og skynjar betur dýpt þessa harmleiks. Þvaðrið um ljósmyndabirtingu á vettvangi er síðan yfirgengilega vitlaust á köflum en ég nenni ekki að fara í efnislega umræðu gegn hneykslunarkórnum.

Við getum velt þessu fyrir okkur. Svona lítur forsíða Daily Mirror út. Takið eftir tóninum í fyrirsögninni, ekki er hann beint nærgætinn. Þetta er það sem kallast sensasjónalismi, uppsláttarblaðamennska.

 

 

Við getum svo haldið áfram að pæla í fyrirmyndum í fjölmiðlum í Bretlandi. Rétt fyrir jólin var handtekið par sem býr nálægt Gatwick-flugvelli. Því var gefið að sök að hafa haldið á lofti flygildum og þannig truflað umferð um flugvöllinn. Nöfn fólksins birtust í fjölmiðlum um allt Bretland og myndir af því. Mannorði þess var rústað í einu vetfangi. Rúmum sólarhring síðar kom í ljós að þau voru saklaus. En skaðinn er skeður.

Hver hefði tapað á því að bíða með nafn- og myndbirtingu?

Aðferðin hérna á Íslandi hefur lengstum verið sú að birta ekki nöfn í fjölmiðlum nema að vel athuguðu máli, þetta á bæði við þá sem lenda í slysum og eins þá sem eru grunaðir um afbrot. Það er líka reynt að passa upp á að myndbirtingar séu ekki særandi eða ósmekklegar. Við þurfum engu að breyta í þessu efni og allra síst getum við lært af bresku pressunni.

Á tíma netfjölmiðlunar og samskiptamiðla er þörf á meiri aðgát og nærgætni, ekki minni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum