fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Hinn mikli áhugi Kínverja á Grænlandi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. desember 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum var mikið talað um áhuga Kínverja á Íslandi, einkum í tengslum við fyrirhuguð kaup Huangs Nubo á stóru landflæmi fyrir norðan. En síðan hafa þessar raddir þagnað. Hingað kemur mikill fjöldi ferðamanna frá Kína – þeir eru áberandi fjölmennir núna um jólin, en áhugi kínverskra stjórnvalda á landinu virðist hafa dvínað. Kannski munar líka um að besti vinur Kínverja á Íslandi, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur látið af embætti forseta. Guðni Th. Jóhannesson hefur ekki sinnt Kínverjum sérstaklega heldur fer hefðbundnari leiðir í störfum sínum sem forseti.

Á vef BBC má hins vegar lesa umfjöllun um áhuga Kínverja á Grænlandi.  Hún er eftir John Simpson, einn frægasta fréttamann í Bretlandi, ritstjóra erlendra frétta á hinni frægu sjónvarps- og útvarpsstöð. Í greininni birtast vangaveltur um hvort Grænland geti orðið miðstöð Kínverja við norðurheimskautið. Segir að Kína líti á sig sem „næstum því“ heimskautaveldi þótt Beijing sé meira en 3000 kílómetra frá heimskautsbaugnum. En Kína vinni meðal annars að smíði flota ísbrjóta sem muni geta siglt um heimskautaísinn.

Í greininni er talað um að Grænland sé risastórt, fremur fátækt og vanþróað ríki og ótrúlega fámennt miðað við stærð landsins. Það lúti stjórn Dana og sé nálægt Bandaríkjunum. Bæði Danir og Bandaríkjamenn tortryggi Kínverja vegna áhugans á Grænlandi – haft er eftir talsmanni Venstre, stjórnarflokksins í Danmörku, að þeir kæri sig ekki um „kommúnísk einræðisöfl“ í bakgarði sínum.

Meðal Grænlendinga sjálfra eru hins vegar skiptar skoðanir. BBC ræðir við Kupik Kleist, fyrrverandi forsætisráðherra á Grænlandi, sem segist telja að kínversk fjárfesting verði af hinu góða, Grænlendingar þurfi á henni að halda.

En eins og bent er á í greininni getur gjaldið fyrir hana verið ansi hátt. Þekkt er hvernig Kínverjar fara inn í lönd sem teljast vanþróuð, til dæmis í Afríku. Þeir byggja upp innviði, vegi, flugvelli, vatnsveitur. En á móti vilja þeir fá aðgang að auðlindum, á Grænlandi eru það meðal annars málmar sem eru eftirsóttir.

Oftast eru svo fluttir inn Kínverjar til að vinna störfin – enda er aðalmarkmiðið auðvitað að styrkja Kína til langframa, ekki löndin sem fjárfest er í. Það er líka þekkt, segir BBC, að stórar fjárfestingar Kínverja hafa aukið spillingu.

En þetta er viðkvæmt mál. Fyrr á þessu ári var deilt um uppbyggingu flugvalla á Grænlandi. Það var rætt um að Kínverjar kæmu að henni en eftir mikla pressu ákvað grænlenska stjórnin að fara í samstarf við Dani.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“