fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Bjarni gengur þvert gegn stjórnarsáttmálanum: Telur ekki lengur þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. desember 2018 13:57

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, líkt og stjórnarsáttmálinn kveður á um. Kjarninn greinir frá.

Í ríkisstjórnarsáttmálanum frá 30. nóvember 2017 segir að halda eigi áfram heildarendurskoðun á stjórnarskránni og að sérstök nefnd verði skipuð þess efnis. Sú nefnd er skipuð formönnum allra þingflokka og tók til starfa í febrúar. Hefur nefndin fundað alls sjö sinnum á árinu, en á þeim sjöunda, sem fram fór þann 8. október, lét Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, færa til bókar að hann teldi ekki þörf fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar:

„Formaður Sjálfstæðisflokksins vill láta færa til bókar í tilefni af öðrum bókunum sem fram hafi komið á undanförnum fundum að hann telji að ekki sé þörf fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur sé ráð að vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði. Hann beri samt virðingu fyrir að menn sjái þetta með mismunandi hætti en hann telji að hópurinn sé kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða.“

Bjarni vísar til fyrri bókana sinna á fundum nefndarinnar, en í engum bókunum Bjarna kemur fram að ekki sé talin þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lét bóka á sama fundi, að forsenda hans fyrir setu sinni í nefndinni, væri einmitt sú að ræða heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.

Engar mótbárur við minnisblaði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sendi formönnum flokkanna minnisblað í janúar þar sem lagt var til að halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum, á forsendum ríkisstjórnarsáttmálans, vinnu stjórnlagaráðs- og nefnda, og afstöðu kjósenda:

„Núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Markmiðið er að þegar þessari heildstæðu yfirferð er lokið endurspegli íslenska stjórnarskráin sem best sameiginleg grunngildi þjóðarinnar og renni traustum stoðum undir lýðræðislegt réttarríki þar sem vernd mannréttinda er tryggð.“

Ekki var gerð nein efnisleg athugasemd við stefnu nefndarinnar af formönnum flokkanna, sem Katrín tilgreindi í minnisblaðinu.

Samkvæmt könnun MMR frá því í október telja alls 52 landsmanna mikilvægt að fái nýja stjórnarskrá. Alls 34 prósent töldu það mjög mikilvægt og 18 prósent sögðu það frekar mikilvægt.

Að sama skapi vildu 19 prósent það hvorki mikilvægt né lítilvægt, 11 prósent töldu það frekar lítilvægt og 18 prósent sögðu það mjög lítilvægt að fá nýja stjórnarskrá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar