fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Jón stekkur fram fyrir Sigurð Inga en veggjöldin eru líklega glataður málstaður

Egill Helgason
Laugardaginn 22. desember 2018 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því skal spáð hérna að hugmyndir um vegtolla muni mæta slíkri andstöðu í samfélaginu að þær verði aldrei að veruleika. Það getur verið margt skynsamlegt við vegtolla, en maður þarf að vera blindur og heyrnarlaus til að skynja ekki að hugmyndin er gríðarlega óvinsæl. Og í því ástandi sem við upplifum í dag – stöðugu uppnámi á samfélagsmiðlum – er mjög auðvelt að skjóta stjórnmálamönnum skelk í bringu svo þeir heykist á málum eins og þessu.

Nýskeð var Emmanuel Macron Frakklandsforseti gerður afturreka með viðbótarskatta á olíu- og bensín. Hann gafst upp fyrir mótmælum, en markmið skattanna var að sporna gegn loftslagsbreytingum.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gengur fram fyrir skjöldu í dag og segir að lagafrumvarp um vegtolla verði lagt fram í mars. Jón var um tíma samgönguráðherra og hefur verið helsti talsmaður þessa. Nú er hann formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins.

En samgönguráðherrann heitir Sigurður Ingi Jóhannsson og er formaður Framsóknarflokksins. Sá mun kunna Jóni litla þökk fyrir framgöngu hans í málinu. Jón hefur stokkið fram fyrir hann í ákafa sínum og virkar satt að segja ekki líklegur til að geta náð fram neinni málamiðlun. En svona breytingum þarf að vinna atfylgi með hægð og lagni – það er ekki beint að gerast.

Hugmyndirnar um veggjöld skjóta upp kollinum annað veifið. Til dæmis var umræða um slíkt 2006 og aftur 2010, eftir hrun. Þá lagði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn til að þessi leið yrði farin en frá því var horfið, enda viðbrögðin dræm. En það er auðvitað nokkuð dauflegt hlutskipti að eiga að stjórna samgöngumálum á Íslandi og koma afar litlu í verk ár eftir ár vegna þess ekki fæst fjármagn í framkvæmdir sem hafa jafnvel verið ræddar áratugum saman. En þetta er hinn pólitíski veruleiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun