fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2019  |
Eyjan

Sektir Samkeppniseftirlitsins nema rúmlega 8,6 milljörðum – Síminn hf. oftast sektaður

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. desember 2018 16:20

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið, áður Samkeppnisráð, hefur lagt á stjórnvaldssektir fyrir 8,677 milljarða króna í 81 máli frá árinu 2001 til júní 2018. Þetta kemur fram í svari Samkeppniseftirlitsins við fyrirspurn Eyjunnar.

Samkeppniseftirlitið var stofnað árið 2005 þegar ný samkeppnislög tóku gildi. Að sama skapi voru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð lögð niður. Eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðar fluttist til Neytendastofu, en hlutverk Samkeppniseftirlitsins er að „vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum,“ samkvæmt heimasíðu.

Bankar, bensín og greiðslukort

Í yfirliti stjórnvaldssekta í samkeppnismálum sést að hæsta sektin nam 560 milljónum, árið 2004 í máli Olís hf. fyrir ólöglegt samráð.

Næst hæsta sektin nemur 500 milljónum, árið 2013, vegna alvarlegra brota Valitors hf. á samkeppnislögum.

Þá er þriðja hæsta sektin 495 milljónir, vegna Olíufélagsins (Kers hf.) vegna ólöglegs samráðs árið 2004.

Næst koma þrjár sektir upp á 450 milljónir, annarsvegar í máli Arion banka árið 2015 og hinsvegar Landsbankans, einnig árið 2015, en þriðja fyrirtækið er Skeljungur hf. vegna ólöglegs samráðs árið 2004.

Allar upphæðir miðast við þann tíma sem þær voru lagðar á.

Síbrot Símans

Í yfirlitinu má einnig sjá afdrif allra mála Samkeppniseftirlitsins fyrir áfrýjunarnefndum og dómstólum.

Í alls 28 máli af 81, hafa endanlegar sektir lækkað frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til málaloka, en í öllum tilfellum voru ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins kærðar, nema einu, þegar mál Securitas hf. um meinta misnotkum á markaðsráðandi stöðu frá 2014 var dregið til baka.

Það fyrirtæki sem oftast hefur verið sektað er Síminn hf. eða alls fimm sinnum, fyrir samanlagt 565 milljónir, milli áranna 2001 og 2012.

Yfirlitið má nálgast hér að neðan:

Sektir á fyrirtæki

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Elis er látinn
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu

Niðurstöður skoðanakönnunar mjög óvenjulegar: Miðflokkurinn með hátt í tvo þriðjunga atkvæða en Píratar ná ekki einni prósentu
Eyjan
Í gær

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða

Vísitala neysluverðs lækkar milli mánaða
Eyjan
Í gær

Ingvar Freyr til Samorku

Ingvar Freyr til Samorku
Eyjan
Í gær

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“

Hallur fær bágt fyrir „skítabombu“ sína um Björn: „Menn geta sem sagt ekki verið kristnir ef þeir styðja orkupakkaræfillinn?“
Eyjan
Í gær
Illur púki?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu

Katrín útilokar ekki að setja lagningu sæstrengs í þjóðaratkvæðagreiðslu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt

Bjarni viðurkennir að orkupakkamálið reynist Sjálfstæðisflokknum erfitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“

Vilhjálmur Birgisson er ósáttur: „Hvar er fjármálaeftirlitið núna?“ -„Ættu að sjá manndóm í sér og biðja þau öll afsökunar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“

Neytendasamtökin fordæma Almenna innheimtu: „Vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum“