fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Sektir Samkeppniseftirlitsins nema rúmlega 8,6 milljörðum – Síminn hf. oftast sektaður

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 18. desember 2018 16:20

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið, áður Samkeppnisráð, hefur lagt á stjórnvaldssektir fyrir 8,677 milljarða króna í 81 máli frá árinu 2001 til júní 2018. Þetta kemur fram í svari Samkeppniseftirlitsins við fyrirspurn Eyjunnar.

Samkeppniseftirlitið var stofnað árið 2005 þegar ný samkeppnislög tóku gildi. Að sama skapi voru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð lögð niður. Eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðar fluttist til Neytendastofu, en hlutverk Samkeppniseftirlitsins er að „vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum,“ samkvæmt heimasíðu.

Bankar, bensín og greiðslukort

Í yfirliti stjórnvaldssekta í samkeppnismálum sést að hæsta sektin nam 560 milljónum, árið 2004 í máli Olís hf. fyrir ólöglegt samráð.

Næst hæsta sektin nemur 500 milljónum, árið 2013, vegna alvarlegra brota Valitors hf. á samkeppnislögum.

Þá er þriðja hæsta sektin 495 milljónir, vegna Olíufélagsins (Kers hf.) vegna ólöglegs samráðs árið 2004.

Næst koma þrjár sektir upp á 450 milljónir, annarsvegar í máli Arion banka árið 2015 og hinsvegar Landsbankans, einnig árið 2015, en þriðja fyrirtækið er Skeljungur hf. vegna ólöglegs samráðs árið 2004.

Allar upphæðir miðast við þann tíma sem þær voru lagðar á.

Síbrot Símans

Í yfirlitinu má einnig sjá afdrif allra mála Samkeppniseftirlitsins fyrir áfrýjunarnefndum og dómstólum.

Í alls 28 máli af 81, hafa endanlegar sektir lækkað frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til málaloka, en í öllum tilfellum voru ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins kærðar, nema einu, þegar mál Securitas hf. um meinta misnotkum á markaðsráðandi stöðu frá 2014 var dregið til baka.

Það fyrirtæki sem oftast hefur verið sektað er Síminn hf. eða alls fimm sinnum, fyrir samanlagt 565 milljónir, milli áranna 2001 og 2012.

Yfirlitið má nálgast hér að neðan:

Sektir á fyrirtæki

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG