fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Aukið framboð af forritunarnámi í grunnskólum: „Við verðum að byrja að undirbúa börnin“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn samþykkir að auka framboð á forritunarnámi og -kennslu í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Svo segir í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Katrín Atladóttir, tölvunarfræðingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir á samfélagsmiðlinum Facebook að þetta sé mikið gleðiefni, að tillaga sín um aukna forritunarkennslu hafi verið samþykkt.

„Ég er spennt fyrir framtíðinni í þessum málum, þessi nýsamþykkta tillaga er upphafið að einhverju góðu, börnum, kennurum og borgarbúum til heilla,“ segir Katrín.

Í ræðu sinni sagði Katrín að tæknin væri orðin samofin öllu í okkar daglega lífi og muni verða það í enn frekara mæli eftir því sem fram líður.

„Í dag eru flest börn aðeins neytendur á tækni en skapa ekkert sjálf. Því má í raun segja þau séu læs en ekki skrifandi í tæknimálum. Til að geta tjáð sig við tölvur þarf að læra tungumál þeirra. Forritun er eina tungumálið sem tölvur tala,“ útskýrði Katrín í ræðu sinni borgarstjórn Reykjavíkur og bætti við að margt hefur verið gert til að reyna að stemma stigu við þessari þróun.

Tæknilæsi þörf

Katrín benti einnig á að í Reykjavík er til öflug grasrót af tæknisinnuðum kennurum sem hafi „mikinn áhuga á að kenna forritun og upplýsingatækni og eru að nýta sér það við kennslu. Það þarf að efla þessa kennara, gefa þeim þá menntun og tæki og tól sem þeir þurfa, svo þeir geti þá líka vakið áhuga samkennara sinna og miðlað til þeirra þekkingu,“ segir hún.

„Það sem við viljum í raun kenna er forritunarleg hugsun. Um leið er kennt að skilja samfélagið og hlut tækninnar í því. Skapaður er góður grunnur fyrir framtíðina þar sem stór hluti starfa mun reiða sig á tækni og tæknilæsi.“

Katrín bendir á að í framtíðinni muni koma fram á sjónarsviðið fjölmörg ný störf sem þekkjast ekki dag. „Talið er að 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Störf framtíðarinnar munu reiða sig á tæknilæsi í meiri mæli. Árið 2020 mun vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu. Stærsti hluti tæknimenntaðra eru karlar. Við viljum vera leiðandi í fjórðu iðnbyltingunni. Við verðum að byrja að undirbúa börnin.“

Færslu Katrínar má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“