fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Gamli Hafnarfjarðarbrandarinn í Strandgötu

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. desember 2018 04:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hús stóð áður fyrr við Strandgötuna í Hafnarfirði. Menn komu langar leiðir til að skoða þetta furðuverk. Þetta var gamalt og ósköp venjulegt timburhús með bárujárnsklæðningu. En svo var klínt á það nútímalegri framhlið í anda módernismans. Minnti á hús sem risu í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratugnum, eins og til dæmis hús Almennra trygginga sem við Austurvöll. En þarna voru bara fjórir gluggar á efri hæð og þrír gluggar og dyr á neðri hæð. Í húsinu voru skrifstofur Brunabótafélags Íslands.

Þetta var bara framhlið, pótemkíntjöld. Fyrir innan var gamla timburhúsið og þegar var gengið inn marraði og brakaði í timbrinu líkt og húsum sem eru komin til ára sinna. Og fólk sem kom til Hafnarfjarðar skellihló að þessu – húsið var stundum kallað Hafnarfjarðarbrandarinn.

En það var ekki bara tilviljun að húsið varð svona eða einhverjir duttlungar. Þarna, á sjöunda áratugnum, var nýbúið að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn i Hafnarfirði. Hann átti að verða mjög nútímalegur. Eigendum hússins var sagt að það fengi að standa ef það yrði fært í nútímahorf. Og það gerðu þeir svo sannarlega.

Seinna voru gerð miklu stærri skipulagsslys í Hafnarfirði. Dæmið sem hér er lýst er í raun mjög saklaust. Þegar byggð var verslanamiðstöðin Fjörðurinn mitt á milli Strandgötunnar og sjávar, var skörin farin að færast upp á bekkinn. Þau eru ansi mörg skipulagsslysin í Hafnarfirði – þar sem þó er kannski fallegasta bæjarstæði á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“