fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Fimm byssuskot á 72. stræti 8. desember 1980

Egill Helgason
Laugardaginn 15. desember 2018 00:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við fjölskyldan höfum dvalið í New York undanfarna daga. Í gærkvöldi gengum við eftir 72 stræti með vini okkar sem heitir Desmond. Hann sagði okkur magnaða sögu.

Veturinn 1980 bjó hann í íbúð stóru húsi við þessa götu. Að kvöldi 8. desember var hann að tala í síma við vinkonu sína sem heitir Maria. Þá glumdu allt í einu byssuskot í götunni, fimm skot.

Stór hús standa sín hvoru megin við götuna og hljóðið magnaðist upp milli blokkanna. Hávaðinn var slíkur að fyrstu viðbrögð Desmonds voru að leita skjóls. Maria, sem var á hinum enda símalínunnar, heyrði líka skotin.

Þetta kvöld var John Lennon myrtur þarna fyrir utan. Hann var að ganga inn húsið þar sem hann bjó, svokallaða Dakota byggingu, þegar morðingi hans kom aðvífandi og skaut hann fimm sinnum.

Desmond lýsti fyrir okkur atburðarásinni í götunni, fyrst þegar lögreglan lokaði hana af og síðan þegar borgarbúa dreif að til að syrgja hinn fallna tónlistarmann.

Hann sagði okkur líka frá dyrum sem eru í einu húsanna á götunni. Morðinginn hafði kortlagt ferðir Lennons dagana áður og þegar hann fór til að fremja ódæðið fór hann í gegnum þessar dyr. Íbúum hússins varð svo illa við þetta að þeir létu loka dyrunum fyrir fullt og allt og það sést ekki nema rétt móta fyrir því að nokkurn tíma hafi verið gengt þarna í gegn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“