fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019
Eyjan

Þingmenn Pírata og Samfylkingar senda þingmenn og ráðherra heim með jólagjöf

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarskrárfélagið gaf nú á dögunum út bók sem nefnist Nýja íslenska stjórnarskráin. Þar er að finna frumvarp Stjórnlagaráðs í heild sinni ásamt formála frá frú Vigdísi Finnbogadóttur og sögulegum inngangi eftir Þorvald Gylfason.

Í dag, á síðasta þingfundardegi fyrir jólahlé, ákváðu þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar að senda alla þingmenn og ráðherra heim í jólafrí með eintak af bókinni. Þingflokkarnir telja mikilvægt að þingheimur beri virðingu fyrir skýrum vilja þjóðarinnar sem kom fram í þjóðaratkvæðargreiðslu í október 2012.

segir í tilkynningu frá Pírötum.

Hjörtur Hjartarson, fulltrúi Stjórnarskrárfélagsins, kom færandi hendi á Alþingi í morgun og aðstoðaði við dreifingu bókarinnar í pósthólf þingmanna.

Forsætisráðherra skipaði fyrr á árinu starfshóp um endurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem formenn og talsmenn allra flokka eiga sæti. Er það eindregin von Pírata og Samfylkingar að sú vinna skili þjóðinni nýrri stjórnarskrá sem verði Íslendingum öllum til sóma í framtíðinni. Vinna Stjórnlagaráðs og vilji þjóðarinnar er mikilvægur grundvöllur þeirrar vinnu.

Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin ölaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.

skrifar Frú Vigdís Finnbogadóttir í formála bókarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu