fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir WOW hafa farið út fyrir upprunalega stefnuna: „Það lá fyrir að árangurinn í ár hefur verið langt undir væntingum“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 13. desember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má kannski segja að við höfum ofmetnast að einhverju leyti,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, í Kastljósi í kvöld. Félagið sagði upp 111 fastráðnum starfsmönnum í dag og hefur verið í fjárhagskröggum allt þetta ár.

Indigo Partners er í kaupferli á WOW en Skúli telur ólíklegt að flugfélagið sé búið að vera og fullyrðir að flugfélagið verði áfram íslenskt félag með íslenska áhöfn.

„Við verðum áfram með hátt í eitt þúsund starfsmenn á Íslandi, sem er mikill fjöldi. Þrátt fyrir þennan niðurskurð munum við flytja rúmlega tvær milljónir farþega á næsta ári. Í grunninn erum við ekki að fara að breyta neinu róttæku umfram það sem tilkynnt var í dag,“ segir Skúli. „Við vorum komin langt út fyrir upprunalega stefnu okkar og gerðum fjöldan allan af mistökum þegar litið er til baka.“

Aðspurður hvaða mistök hann eigi við segir hann það skrifast á hvað félagið stækkaði ört. „Það lá fyrir að árangurinn í ár hefur verið langt undir væntingum,“ segir hann. „Við ætlum að fara aftur í búninginn sem við vorum í árið 2015 og 2016, þegar gekk mjög vel. Við erum að fara aftur í upprunalega sýn okkar, sem er að byggja upp öflugt lággjaldafélag.“

Vill hafa reksturinn sem einfaldastan

Að sögn Skúla á enn eftir að klára samningana við Indigo Partners og að fjárfestingin sé háð nokkrum skilyrðum, til að mynda að búa til sameiginlega framtíðarsýn og framtíðarleiðarkerfi. Þá tekur hann fram að aðgerðir dagsins í dag voru hluti í því og bætir hann við að samningnum með Indigo miði vel áfram, en erfitt sé að gefa nákvæman tíma á því hvenær hún klárast. Hlutirnir gætu tekið sinn tíma þar sem WOW og Indigo eru í samningaviðræðum við þriðja aðila.

„Lággjaldastefnan gengur í grunninn út á það að hafa allan rekstur sem einfaldastan. Þannig náum við að halda kostnaðinum í skefjum og hafa þar af leiðandi þessi hagstæðu fargjöld,“ segir hann og vill meina að það hafi líka spilað inn að ytri aðstæður hafa verið mjög erfiðar flugfélögum þetta árið, meðal annars gríðarlegar olíuhækkanir og ekki síður krónan.

„Það má segja að þetta tvennt hafi ekki beinlínis hjálpað okkur,“ segir Skúli. „en þegar þessar ákvarðanir voru teknar þá töldum við okkur trú um að þær hafi verið þær réttu, en það sést glögglega í dag að þetta hafi verið rangar ákvarðanir.“

Sjá einnig: „Ég get ekki kennt neinum öðrum en sjálfum mér um þessi mistök“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt