fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

5,7 milljarða gjaldþrot félags í eigu forstjóra Kviku banka hf.: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. desember 2018 09:26

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í félagi Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Kviku banka hf., sem ber heitið Ármann Þorvaldsson ehf.  Lýstar kröfur voru rúmir 5,7 milljarðar króna en alls fengust 152.574.720 krónur upp í lýstar kröfur. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2011 og því hafa skiptin tekið rúm sjö ár.

Ármann var einn af þeim lykilstarfsmönnum Kaupþings sem fékk há lán til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Ármann færði síðan hlutabréf sín og lán yfir í áðurnefnt félag í byrjun árs 2007 sem kom í veg fyrir að hann yrði persónulega gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins.

Árið 2011, sama ár og félagið var úrskurðað gjaldþrota, greindi DV frá því að Ármann hefði gert kaupmála við eiginkonu sína en þá var glæsihýsi þeirra við Dyngjuveg meðal annars skráð á hana. Í stuttu viðtali við blaðið á þeim tíma sagði Ármann: „Ég er ekki að flýja neinar skuldir eða eitthvað svoleiðis. Er ekki að fara frá neinum persónulegum skuldum. Ég held ég tjái mig þó ekki að öðru leyti um þetta,“ sagði Ármann. Eignarhald hans á einkahlutafélaginu var nokkuð vel falið um tíma. Þannig var félagið skráð til heimilis hjá foreldrum Ármanns á sínum tíma og voru þau bæði í stjórn félagsins. Ef leitað var eftir nafni Ármanns í fyrirtækjaskrá á þeim tíma var ekki hægt að sjá að hann tengdist neinum félögum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“