fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Ellert B. Schram: Maðurinn sem kemur alltaf aftur í þingið

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. desember 2018 02:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eiga fáir menn jafn sérstæðan þingferil og Ellert B. Schram sem sest nú á þing fyrir Samfylkinguna 79 ára að aldri.

Ellert settist fyrst á þing 1971, fyrir 47 árum. Þá var hann vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum, ungur maður sem hafði átt glæsilegan knattspyrnuferil í KR og landsliðinu. Fyrir mína kynslóð í Vesturbænum var Ellert átrúnaðargoð.

Ellert sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1971 til 1979. Hann lék ennþá með KR eftir að hann var kosinn á þing. En 1979 gerðist það í prófkjöri að fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar – en einn slíkur sat alltaf á þingi fyrir flokkinn – náði ekki kjöri. Það var Pétur Sigurðsson, kallaður sjómaður. Ellert sýndi það drengskaparbragð að víkja úr sæti fyrir Pétri og komst ekki á þing fyrir vikið. Hann fór í baráttusætið á listanum og tapaði.

En Ellert var aftur kosinn 1983 til 1987, en hafði í millitíðinni verið rítstjóri DV ásamt Jónasi Kristjánssyni.

En svo varð Ellert viðskila við Sjálfstæðisflokkinn. Einhvern tíma man ég hann lýsti því hvernig hann var ungur maður fenginn til að deila út gæðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, það var á þeim árum að menn urðu helst að vera í flokknum til að fá almennilega fyrirgreiðslu í Reykjavíkurborg.

Ellert birtist aftur á þingi árin 2006 og 2007 og var þá orðinn varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Í kosningunum 2007 vann Samfylkingin svo mikinn sigur og Ellert settist enn einu sinni á þing nokkuð óvænt, nú sem alþingismaður Reykjavíkur norður. Þar sat hann fram að kosningunum 2009.

Og nú er Ellert semsé mættur enn einu sinni í þingið, aftur sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Það eru næstum 10 ár síðan hann var þar síðast og 47 ár síðan hann settist þangað fyrst. Varla nokkur maður hefur pendlað jafn mikið inn og út af þingi og hann – og það fyrir tvo flokka.

 

Framboðslistinn sem Ellert var á fyrst þegar hann var kosinn á Alþingi ,1971. Þetta er undir lok viðreisnartímans.Það má sannarlega segja að Ellert hafi átt sér mörg líf í pólitík – og væri gaman að því að spyrja hann að því hvernig hann hefur upplifað breytingar?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“