fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

„Villikettirnir“ styðja ekki veiðigjaldafrumvarpið: „Finnst verið að keyra málið í gegn“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn VG, styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þingmennirnir, sem studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem þau sögðust ekki treysta Sjálfstæðisflokknum, og uppskáru fyrir vikið gælunöfnin „villikettir VG“, sátu hjá atkvæðagreiðslu í annarri umræðu um frumvarpið á þriðjudag.

„Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti. Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar. Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar. Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“

hefur Fréttablaðið eftir Rósu Björk.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingflokksformaður VG, sagði að orðið hefði verið við ósk minnihlutans um að málið færi inn í nefndina milli umræðna og orðið hafi verið því þeirri ósk. Hinsvegar hafi sú yfirferð ekki leitt til neinna breytingartillagna af hálfu meirihlutans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins