fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: „Ólíðandi að lækkun á heimsmarkaðsverði sé ekki skilað til neytenda“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Álagning olíufélaganna á bensín er tíu krónum hærra á lítra nú en í upphafi ársins. Það er fimm krónum hærra en meðalálagning ársins, samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðareigenda. Meðalálagningin í nóvember  var fjórum krónum hærri en í október. Framkvæmdarstjóri FÍB, Runólfur Lárusson, sagði við RÚV að lækkun á verði hérlendis fylgdi ekki heimsmarkaðsverðinu á hráolíu:

„Það sem við höfum gagnrýnt er að hér er fákeppnin með þeim hætti að það sér enginn tækifæri í því þegar heimsverðið lækkar. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta að félögin lækkuðu verðið. Freistingin um að skila ekki verðlækkuninni til neytenda er alltaf til staðar í svona fákeppnisumhverfi.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir þetta óþolandi fyrir neytendur og bendir á að verið sé að hafa stórfé af almenningi:

„Þetta er gjörsamlega ólíðandi að lækkun á heimsmarkaðsverði sé ekki skilað til neytenda eins og vera ber vegna fákeppni á olíumarkaði, en í þessari frétt kemur fram að álagning olíufélaganna sé 10 krónum hærri en í upphafi árs. Hvað þýðir það fyrir neytendur að olíufélögin séu að taka 10 krónum hærri í álagningu miðað við upphaf ársins, jú það þýðir að miðað við að flutt sé um 180 milljónir lítrar af 95 oktana bensíni að verið sé að hafa um 2 milljarða af neytendum á ársgrundvelli! Óþolandi.is.“

Þrátt fyrir þetta segja greiningardeildir bankanna að fallandi olíuverð á heimsmarkaði skili sér sennilega í lægra bensínverði, styðji gengi krónunnar og stuðli að minni verðbólgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“

Ásmundur Einar duglegur við að skaffa framsóknarmönnum vinnu með pólitískum skipunum: „Ekkert óeðlilegt við það“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna

Ragna ráðin skrifstofustjóri Alþingis fyrst kvenna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins

Maður vinnur ekki ef maður spilar við eiganda spilavítisins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“

Benedikt gagnrýnir hæfisnefnd um stöðu seðlabankastjóra – „Þetta er í hæsta máta óeðlilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“

Smálánafyrirtæki geta tæmt bankareikninginn þinn – Vextirnir allt að 35 þúsund prósent – „Náttúrulega út úr öllu korti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“

Barnaverndarbreytingar Brynjars felldar: „Þá vitum við að vernd barna gegn ofbeldi er léttvægari en réttindi mæðra“