fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Krefur Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir vegna brottvikningar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, Borghildur Sölvey Sturludóttir, hefur krafið Hafnarfjarðarbæ um fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna brottvikningar úr starfi. Fréttablaðið greinir frá.

Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi BF á síðasta kjörtímabili, var gerður burtrækur úr bæjarstjórn þar sem úrskurðað var að lögheimilisskráning hans í Hafnarfirði væri ógild, en Einar var búsettur í Kópavogi. Var hann þó með lögheimili sitt skráð hjá systur sinni í Hafnarfirði.

Krafa Borghildar byggist meðal annars á því að hún hafi þá með réttu, sem varabæjarfulltrúi, átt að taka sæti Einars og þiggja fyrir það laun. Var krafa hennar lögð fram á bæjarrráðsfundi í gær.

Björt framtíð var í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum á síðasta kjörtímabili. Bæjarfulltrúar BF sögðu sig úr flokknum en héldu áfram samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum. Þegar meirihlutinn ákvað að breyta skipan skipulags- og byggingarráðs og hafnarstjórn til að tryggja meirihlutann, missti Borghildur sæti sitt í ráðum og stjórnum bæjarins.

Borghildur gerir einnig kröfu um bætur vegna brottvikningu úr launuðum nefndarstörfum og segir að ekki hafi verið farið að lögum og reglum við uppsögnina, auk þess sem engar málefnalegar ástæður hafi legið að baki hennar. Um ólögmæti málsmeðferðarinnar vísar hún til álits samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni

Siðapostular Alþingis: Ásökun um fjárdrátt trompar ásakanir um þjófnað og kynferðislega áreitni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað

Strætó fengið yfir 26 milljarða í styrki frá árinu 2012 – Notkunin stendur í stað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi

Forsetahjón taka þátt í aldarafmæli þjóðræknisfélaga í Vesturheimi
Eyjan
Fyrir 3 dögum
Ríki í ríkinu