fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Katrín um samþykkt fjárlaga: „Stundum fundist of mikill tími í stjórnmálum fara í að ræða peninga í stað þess að ræða málefnin“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 16:39

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, skrifar færslu á Facebook í dag um að fjárlög næsta árs hafi verið samþykkt á Alþingi. Hún segir forgangsröðun í útgjöldum ríkisins skipta gríðarlegamiklu máli fyrir samfélagið:

„Mér hefur stundum fundist of mikill tími í stjórnmálum fara í að ræða peninga í stað þess að ræða málefnin. Það er hins vegar auðvitað svo að það hvernig við forgangsröðum útgjöldum ríkisins skiptir gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það skiptir máli fyrir daglegt líf, fyrir tækifæri allra sem búa á Íslandi og það skiptir máli fyrir jöfnuðinn í samfélaginu. Þegar við kusum í þingkosningum fyrir tveimur árum fann ég eins og líklega allir aðrir sem buðu sig fram sterkt fyrir því að fólk vildi tala um okkar sameiginlegu verðmæti og nauðsyn þess að við bæði pössuðum upp á og efldum það sem við höfum byggt upp og kemur við sögu í lífum okkar á hverjum degi; spítalana, skólana, vegina. Ég var á þeirri skoðun þá og líka þegar við kusum ári síðar að það yrði að gefa í og auka framlög til þess að styrkja samfélagslega innviði aftur verulega. Ég talaði á þeim tíma um að það þyrfti að auka framlögin um 40-50 milljarða á kjörtímabilinu.“

Katrín segir að aukið hafi verið við framlög í mikilvæg málefni um 90 milljarða í tvennum fjárlögum sinnar ríkisstjórnar:

„Við höfum aukið framlögin tvöfalt meira á tveimur árum en ég ræddi fyrir kosningar að þyrfti að gera á fjórum árum. Þetta er árangur sem skiptir máli. Við getum þetta af því að aðstæður hafa verið góðar í efnahagslífinu undanfarin ár. Og við gerum þetta af því að það skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Það skiptir máli fyrir þá 2200 einstaklinga sem fá barnabætur á næsta ári af því að við hækkum þær um 16%, sem hefðu annars ekki fengið þær. Það skiptir líka máli fyrir alla hina sem fá hærri barnabætur á næsta ári. Það skiptir máli að geta endurskoðað almannatryggingakerfið, bætt kjör öryrkja og stutt þá til samfélagsþátttöku; að geta gert fólki það ódýrara að sækja sér læknisþjónustu; að löggæslan hafi verið efld til að geta sinnt rannsókn kynferðisbrota af þeim krafti sem við viljum.“

Katrín segir að lokum að verkefnin séu næg framundan:

„Það hefur sýnt sig að áhersla stjórnvalda allt frá hruni á að auka framlög til rannsókna og nýsköpunar hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif, og nú tökum við enn frekari skref með því að tvöfalda þakið á endurgreiðslum vegna rannsóknar- og þróunarverkefna fyrirtækja. Framlög til bæði loftslagsmála og náttúruverndar eru stóraukin. Þetta skiptir máli fyrir framtíðina. Verðmætin í vegakerfinu eru nærri því að liggja undir skemmdum og það skiptir þess vegna verulegu máli að við höfum getað bætt í framlög til viðhalds vega. Það skiptir líka máli fyrir fólk út um allt land að við aukum við nýframkvæmdir og byggjum göng til að stytta vegalengdir og nýja vegi þar sem umferðaröryggi er ekki nægilega tryggt.

Fyrir viku síðan fögnuðum við árs afmæli ríkisstjórnarinnar. Verkefnin verða næg það sem eftir lifir af kjörtímabilinu, en ég fagna bæði þeim árangri sem náðst hefur á liðnu ári og sem við sjáum fram á á næsta ári með fjárlögum 2019.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir