fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Drífa Snædal: „Klausturmál hafa áhrif á trúverðugleika Íslendinga á ITUC þingi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. desember 2018 12:45

Drífa Snædal Mynd/ DV-Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er stödd í Kaupmannahöfn á þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), hvar hún var kjörin varamaður í stjórn í gær. Í pistli á heimasíðu ASÍ segir hún að Klaustursmálið hafi vakið athygli ytra, en pistill Drífu hefur yfirskriftina: Klausturmál hafa áhrif á trúverðugleika Íslendinga á ITUC þingi:

„Frá Kaupmannahöfn höfum við einnig fylgst vel með fréttum að heiman og reyndar fengið fjölda spurninga um enn eitt hneykslið í íslenskum stjórnmálum sem ratað hefur í heimsfréttirnar. Hegðun nokkurra þingmanna hefur því haft áhrif á trúverðugleika okkar sem boðberar jafnréttis á alþjóðavettvangi. Það er sárt og óþolandi þó ég hafi aldrei verið sannfærð um að við værum sú jafnréttisþjóð sem við gefum okkur út fyrir að vera á tyllidögum! Hættum að láta eins og við séum með þetta og tökum til í eigin ranni, einungis þannig getum við farið í trúboð um heiminn. Við megum aldrei sætta okkur við niðurlægjandi tal um minnihlutahópa, slíkt er ofbeldi í sjálfu sér. Þegar hatursfull orðræða líðst gefur það leyfi til mismununar í launum, stigveldi og elur á beinu ofbeldi.“

Af þinginu segir Drífa að alþjóðasamningum á forsendum fjármagns sé hafnað:

„Nýfrjálshyggjunni hefur verið hafnað hér á þingi ITUC og því hreðjataki sem stórfyrirtæki hafa á lífsgæðum fólks og möguleikum til framfærslu. Alþjóðasamningum á forsendum fjármagnsins er hafnað og nauðsyn þess að breyta sjónarhorninu frá fjármagni til fólks ítrekuð. Þetta á líka við um einkavæðingu og uppbyggingu velferðarkerfis um heim allan. Í heimi þar sem 80% af gróðanum fer til 10% fyrirtækja er sannanlega verk að vinna. Þá er ömurlegt til þess að vita að aðeins 60% vinnandi fólks í heiminum er í formlegu ráðningarsambandi. Misrétti og misnotkun verður að linna. Það eru skilaboð hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar til heimsbyggðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt