fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Velferðarráðuneytið lagt niður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. janúar 2019 taka til starfa ný ráðuneyti heilbrigðismála og félagsmála við uppskiptingu velferðarráðuneytisins sem verður lagt niður frá sama tíma. Þingsályktunartillaga um breytta skipan ráðuneyta var samþykkt á Alþingi í gær.

Stjórnarmálefni velferðarráðuneytisins munu að mestu skiptast á milli heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með sama hætti og þau skiptast nú á milli heilbrigðisráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra samkvæmt gildandi forsetaúrskurði nr. 85/2017 um skiptingu starfa ráðherra. Það sem breytist frá gildandi forsetaúrskurði er að jafnréttismál flytjast til forsætisráðuneytis og málefni mannvirkja sem nú heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið flytjast til félagsmálaráðuneytisins. Embættistitill félags- og jafnréttismálaráðherra breytist og verður félags- og barnamálaráðherra. Markmiðið með breyttum embættistitli er að undirstrika aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna og  ungmenna.

Við uppskiptingu velferðarráðuneytisins  hefur m.a. verið horft til þess hve stórt það er. Ábyrgð þess nær til tíu af þeim 34 málefnasviðum sem skilgreind eru í fjármálaáætlun stjórnvalda, sum þeirra eru mjög stór og umsýsla ráðuneytisins tekur til rúmlega helmings af öllum útgjöldum A-hluta ríkissjóðs. Mat stjórnvalda er að með uppskiptingunni megi tryggja markvissari forystu og stjórnsýslu í málaflokkum hvors ráðuneytis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar