fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Jón Steinar: „Hvernig væri að menn tækju sig á og hættu þessum orðsóðaskap um annað fólk?“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 08:41

Jón Steinar Gunnlaugsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar:

Sóðaskapur í orðum

„Undanfarna daga hefur þjóðin fylgst með umræðum um ótrúleg samtöl nokkurra þingmanna, sem hljóðrituð voru að þeim óafvitandi. Þó að þingmennirnir hafi sýnilega verið vel við skál, þegar þessi ummæli féllu, eru þau með öllu óréttlætanleg. Þingmennirnir hafa verðskuldað orðið fyrir þungum ágjöfum vegna þessa og huga sumir þeirra að afsögn þingmennsku sinnar. Fordæmingin hefur áreiðanlega líka komið frá fólki sem reglulega viðhefur grófan orðsóðaskap sjálft um annað fólk á hinum svonefndu samfélagsmiðlum.

Ég birti á dögunum dæmi um ótrúlegt orðbragð einhverra spakvitringa um mig á slíkum miðlum. Þeir fengu þá yfir sig fordæmingu alls almennings vegna orðbragðs síns. Og þá birtust einhverjir, sem höfðu í frammi álíka orðalag um þetta fólk og það hafði sjálft viðhaft í dæmunum sem ég birti. Lágkúra á lágkúru ofan. Síðustu daga hef ég á ný séð ummæli um mig sem jafnast fyllilega á við það sem ég vakti athygli á í grein minni.

Þingmenn, sem urðu fyrir því að ummæli þeirra voru birt, hafa sagt að ummæli þeirra séu síst verri en ýmsir aðrir þingmenn hafi við önnur tækifæri viðhaft. Dapurlegt ef satt er.

Hvernig væri nú að fólkið í þessu landi, þ.m.t. alþingismenn, reyndi að draga ályktanir af þessum atburðum? Hvernig væri að menn tækju sig á og hættu þessum orðsóðaskap um annað fólk? Það er auðvitað einkenni á okkar samfélagi að fólk hefur ólíkar skoðanir á flestu því sem til umræðu kemur. Okkar aðferð á þá að vera fólgin í því að skiptast á skoðunum. Þá eigum við að sýna hvert öðru fulla virðingu og gæta þess líka að snúa ekki út úr orðum annarra eins og svo margir gera til þess að betur henti sóðaskap þeirra sjálfra. Menn ættu líka að hafa hugfast að með hátterni sínu eru þeir fyrst og fremst að lýsa sjálfum sér en ekki öðrum. Það er svo ótrúlega lítið sem við getum sagt um persónugerð annars fólks, þó að við getum sagt heilmikla sögu um okkur sjálf.

Svo boðskapur dagsins er: Gætum orða okkar í samtölum við og um aðra. Sýnum háttvísi og virðingu fyrir öðru fólki.“

Jón Steinar Gunnlaugsson er lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn