fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Helgi harmar ummæli Önnu Katrínar: „Eiga ekki við rök að styðjast, og vona ég að þau séu mælt í ógætni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Þar var hún ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, að greina frá því að hún hygðist ekki segja af sér þingmennsku vegna Klaustursupptakanna.

Anna Kolbrún sagði:

„Við höfum kannski stundum haldið að þetta sé fólkið að þetta séu alþingsmenn sem skapa þennan kúltúr en ég er svolítið farin að efast um að það séu bara alþingsmenn.“

Og einnig:

„Ég er að tala um stofnunina Alþingi vegna þess að starfsmennirnir, það eru allir mannlegir, þeir fara líka inn í þennan kúltúr þegar þeir fara þarna. … Það er samt eitthvað þarna sem er óáþreifanlegt.“

Sjá einnigJón Steindór ósáttur við Önnu Kolbrúnu og telur hana vega ósmekklega að starfsfólki Alþingis

Sjá nánarSigmundur Davíð segist hafa langa reynslu af því að vinna með fólki sem tali illa um sig:„Kallað mig einræðisherra, líkt mér við fjöldamorðingja“

Eiga ekki við rök að styðjast

Helgi mótmælir orðum Önnu og harmar að starfsmenn Alþingis séu dregnir inn í umræðuna:

„Í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun sagði Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður að á Alþingi væri mjög sérstakur kúltúr og mátti skilja af orðum hennar að starfsmenn Alþingis væru hluti af honum. Sem skrifstofustjóri Alþingis, og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vil ég mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins.“

Þá segir Helgi einnig að starfsmenn Alþingis sýni þingmönnum ávallt virðingu og nærgætni í samskiptum sínum og man ekki til þess að yfir þeim hafi verið kvartað:

„Þegar starfsmenn hefja störf á Alþingi er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar. Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku. Ég harma þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona ég að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn