fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Frosti Sigurjónsson leiðir vinnu vegna fyrstu kaupa á fasteignamarkaði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Frosta Sigurjónsson formann starfshóps sem útfæra á sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæðis. Hópurinn er stofnaður í framhaldi af tillögu ráðherra sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar nýlega. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í aðgerðir til að lækka lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn og endurskoða í því skyni stuðningskerfi hins opinbera þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verði skoðaðir möguleikar á því að nýta lífeyrissparnað til þessa.

Velferðarráðuneytið í samvinnu við Íbúðalánasjóð hefur um skeið unnið að kortlagningu ýmissa úrræða sem stjórnvöld í nágrannalöndum okkar bjóða tekjulágum á húsnæðismarkaði og hafa gefið góða raun. Hafa sjónir beinst sérstaklega að tilteknum leiðum sem farnar hafa verið í Sviss og Noregi og gefist vel.

„Við vitum vel hvar skórinn kreppir, við vitum hverjir þurfa helst á stuðningi að halda og við höfum ágæta sýn á hvaða leiðir eru færar til að bæta stöðu ungs og tekjulágs fólks á húsnæðismarkaði. Nú þarf að láta verkin tala og hrinda aðgerðum í framkvæmd“

segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

Eins og áður segir mun Frosti leiða vinnu starfshópsins en í honum eiga einnig sæti fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og forsætisráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki