fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
Eyjan

Þúsundir forvitnilegra skjala settar á netið

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. desember 2018 18:13

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður, Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af fullveldisafmælinu var opnaður nýr vefur á vegum Þjóðskjalasafns Íslands, www.heimildir.is. Átak hefur verið gert í starfrænni afritun á vegum safnsins og á þessum nýja vef eru nú aðgengileg þúsundir forvitnilegra skjala – alls um 2300 skjalabækur þar sem meðal annars má fletta í manntölum, vesturfaraskrám, skiptabókum, fasteigna- og jarðamati og dómabókum. Með þessum hætti færir Þjóðskjalasafnið landsmönnum, og öðrum áhugasömum, nýjan og aukinn aðgang að eftirsóttum heimildum í vörslu safnsins. Þetta kemur fram á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði vefinn við hátíðlega athöfn þann 1. desember 2018 en þar var einnig viðstaddur Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sem afhenti safninu stafræn afrit 20.000 skjala er tengjast samskiptum Íslands og Danmerkur á fyrri hluta 20. aldar og varðveitt eru í Danska ríkisskjalasafninu. Einnig var opnuð vefsýning um fullveldið og konungsríkið Ísland 1918-1944. Hún byggir á gögnum úr íslenskum og dönskum skjalasöfnum og hentar meðal annars vel sem námsefni í skólum. Sýningin er bæði á íslensku og dönsku.

Að þessu tilefni veitti Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður ráðherrunum leiðsögn um sýningu á skjölum úr skjalaafhendingu Dana frá 1928, en þá afhentu Danir um 120 hillumetra af skjölum sem varða sögu landsins. Fyrr á árinu gaf Þjóðskjalasafn út smáritið Danska sendingin 1928 þar sem fjallað er um aðdraganda og eftirmála hennar. Meðal skjala sem þá skiluðu sér aftur til Íslands voru manntalið 1703, elsta manntal heimsins þar sem getið er nafna, stöðu, heimilis og aldurs allra Íslendinga og er nú á heimsskrá UNESCO yfir minni heimsins, og lénsreikningur Íslands 1647-1648.

Sjá nánar á www.heimilidir.is og www.skjalasafn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta

Ný skýrsla um kynferðislega áreitni í ráðuneytum Íslands – Þolendur hikandi við að kvarta
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“

Saka Svandísi um sýndarmennsku og falsfréttir: „Neitum að taka þátt í blekkingunni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps

Ásmundur skipar Jón Sigurðsson umsjónarmann samstarfshóps
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu

Þetta eru fyrirtæki ársins 2019 – fimmtán fá viðurkenningu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð

Klippt á borða í Hrafnistu: 30 ný dvalarrými opnuð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice

Flokkur fólksins hefur áhyggjur af Secret Solstice
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“

Málþóf Miðflokksins sem náði undir morgun fer í metabækurnar – „Þó voru þeir rétt að byrja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“

Biðtími eftir ADHD greiningu er tvö og hálft ár -„Eitt það erfiðasta að hjálpa fólki að takast á við alla reiðina“