fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Logi Einarsson launahæsti flokksformaðurinn á Alþingi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er launahæsti formaður stjórnmálaflokks á Alþingi. Hann er með alls 19,1  milljón í laun árið 2018.

Eyjan notaðist við upplýsingar sem gefnar eru upp á vef Alþingis, en þar má nálgast upplýsingar um laun allra þingmanna aftur til ársins 2007.

Ráðherrahluti launa formannanna er ekki reiknaður með, aðeins laun sem Alþingi greiðir. Þá er starfskostnaður vegna aksturs og ferðalaga ekki tekinn með, aðeins föst laun.

 

Logi fær rúma 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup. Sem formaður stjórnmálaflokks sem ekki er ráðherra, fær hann alls 550 þúsund krónur á mánuði, alls 1,6 milljón á mánuði.

Við þetta bætist síðan húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðsla sem er 134 þúsund krónur á mánuði, auk álagsgreiðslu, 53 þúsund á mánuði.

Fastur ferðakostnaður er 30 þúsund á mánuði og fastur starfskostnaður er 40 þúsund á mánuði.

Inni í þessum tölum er ekki ferðakostnaður, en Logi fékk um 1,8 milljón fyrir innanlandsferðir og tæplega 1,2 milljónir fyrir ferðalög erlendis á árinu.

Sigmundur í öðru sæti

Næstur Loga er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann hefur fengið alls tæpar 17,9 milljónir á árinu 2018.

Jafnar í þriðja sætinu eru Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 17,2 milljónir á árinu.

Í fjórða sætinu er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins með 12,7 milljónir.

Í fimmta sæti er Björn Leví Gunnarsson með 11,6 milljónir en Píratar þiggja ekki álag sem formenn flokka fá greitt frá Alþingi.

Í sjötta sæti eru Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, jöfn með 11,4 milljónir.

Sigurður Ingi, Bjarni og Katrín fá einnig greidd laun frá ríkinu vegna ráðherrastöðu þeirra, sem ekki eru reiknuð með í þessari tölu.

 

  • Logi Einarsson – 19,1 milljón
  • Sigmundur Davíð – 17.9 milljónir
  • Inga Sæland – 17,2 milljónir
  • Þorgerður Katrín – 17,2 milljónir
  • Sigurður Ingi – 12,7 milljónir
  • Björn Leví Gunnarsson – 11.6 milljónir
  • Bjarni Benediksson – 11,4 milljónir
  • Katrín Jakobsdóttir – 11,4 milljónir

Sjá einnigSteingrímur J. Sigfússon er greiðslukóngur ársins – Sjáðu launahæstu þingmennina frá 2007 – 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar