fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hallar á hlut kvenna samkvæmt samantekt Reykjavíkurborgar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunarfræðingar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi eru 1.666 talsins og þar af eru 47 karlar en 1619 konur. Rétt undir helmingur lækna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi eru konur en eingöngu 28.3% af yfirlæknum eru konur.  Þetta er meðal staðreynda sem lesa má um í Kynlegum tölum, samantekt sem unnin er af af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar á hverju ári.

Í samantektinni má finna tölulegar upplýsingar sem ætlað er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla. Í ár var lögð áhersla á stöðu karla og kvenna í menningu og listum, íþróttum auk þess sem sjónum er beint að ofbeldi.

Karlar í meirihluta

Karlar eru fleiri en konur í hópi erlendra ríkisborgara í Reykjavík eða 18.426 árið 2017 en konur 15.670. Konur af erlendum uppruna eru hins vegar í meirihluta erlends starfsfólks hjá Reykjavíkurborg miðað við tölur frá árinu 2018.

Karlar eru í meirihluta þeirra sem fengið hafa stöðu flóttamanns á Íslandi og má þar nefna að á tímabilinu 2015-2016 fengu 84 karlar stöðu flóttamanns en eingöngu 20 konur.

Aðeins 26% listaverka í eigu Listasafns Reykjavíkur eru eftir konur og ekki ein kona stýrir útvarpsþætti á X‘inu 977 heldur eru þættirnir í umsjón 10 karla.

Frá árinu 1760 hafa 18 karlar gegnt stöðu Landlæknis og aðeins ein kona en hún var skipuð í embættið á þessu ári. Frá árinu 1912 hafa 7 karlar gegnt embætti forseta Íþróttasambands Íslands en ekki ein kona og sama á við um formennsku hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Þar hafa 9 karlar gegnt embætti formanns frá stofnun sambandsins árið 1947.

Af þeim 453 sem leituðu til Stígamóta árið 2017 voru konur 395 talsins en karlar 54. Árið 2017 leituðu 187 einstaklingar á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og þar af voru 64 mál kærð til Lögreglu eða 34.2 %. Á tímabilinu 2000-2017 voru 28 karlar myrtir en 13 konur, 21 karl framdi morð á þessu tímabili og 6 konur.

Í hópi utangarðsfólks í Reykjavík árið 2017 voru karlar 238 en konur 108 talsins. Karlar voru einnig í miklum meirihluta þeirra sem nýttu sér nálaskiptaþjónustu Frú Ragnheiðar árið 2017, þangað leituðu 300 karlar en 100 konur.

Þessar og fleiri upplýsingar er að finna í Kynlegum tölum 2018 á vef Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“