fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Eyþór Arnalds: „Nýjum meirihluta hefur mistekist að efna loforð sitt um lækkun skulda“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 08:57

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur, lýsir vonbrigðum sínum með að allar breytingatillögur Sjálfstæðisflokksins hafi verið felldar á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi í seinni umræðu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fundinum lauk á ellefta tímanum:

„Við lögðum m.a. til að arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar verði lögð niður. Einnig lögðum við til að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi og aukin framlög til tónlistarskóla á viðkvæmum svæðum. Enn fremur lögðum við til úthlutun lóða fyrir fjölbreyttar húsagerðir, að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði fari úr 1,65% í 1,60% strax eftir áramót og að viðmiðunartekjur hækki til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega. Þá lögðum við aukinheldur til að auka tíðni þrifa á stofnbrautum og að mannréttindaskrifstofa verði sameinuð velferðarsviði,“

segir Eyþór og bætir við að það sé ljóst að skattar,  gjöld og skuldir verði í botni í þessari fjárhagsáætlun, þar sem skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar hækka um 40 milljarða:

„Hér er verið að samþykkja 40 milljörðum hærri skuldir en var í þeirri fimm ára áætlun sem samþykkt var fyrir ári síðan. Þetta er þvert á sex mánaða samþykkt meirihlutasaáttmálans, þar sem segir orðrétt skuldir skulu greiddar niður meðan efnahagsástandið er gott. Hér er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða sem sýnir að nýjum meirihluta hefur mistekist að efna loforð sitt um lækkun skulda,“

segir Eyþór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar