fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Eyjan

Guðlaugur Þór vegna brota Rússlands: „Áhyggjuefni ef ekki er borin virðing fyrir alþjóðlegum skuldbindingum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 18:22

Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna á fundinum í Brussel. Mynd-NATO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samstarfið yfir Atlantshafið, staða mála í Úkraínu, afvopnunarmál og málefni vestanverðs Balkanskaga voru meðal umræðuefna á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk undir hádegi í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sat fundinn.

Í tilkynningu kemur fram að rætt var um stöðu afvopnunarmála og vopnatakmarkana í tengslum við langvarandi brot Rússlands á INF-samningnum um meðaldrægar kjarnaflaugar.

„Bakgrunnur INF-samningsins er leiðtogafundur Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Höfða árið 1986 og samningurinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að stuðla að og viðhalda öryggi. Það er því er mikið áhyggjuefni ef ekki er borin virðing fyrir alþjóðlegum skuldbindingum og samhljómur á meðal bandalagsríkja að gera lokatilraun til þess að fá Rússlandsstjórn til að gera hreint fyrir sínum dyrum og uppfylla ákvæði samningsins,“

segir Guðlaugur Þór, en utanríkisráðherrarnir samþykktu yfirlýsingu vegna brota Rússlands á INF-samningnum.

Utanríkisráðherrarnir funduðu einnig með starfsbræðrum sínum frá Úkraínu og Georgíu um öryggismál á Svartahafi og stöðuna á Kertssundi í ljósi nýlegra atburða. Þá ræddu ráðherrarnir um þær ógnir sem stafa af ófriði og óstöðugleika sunnan landamæra bandalagsins, meðal annars uppgang öfgahópa og þátttöku bandalagsins í vörnum gegn hryðjuverkum.

Málefni vestanverðs Balkanskaga voru sömuleiðis til umræðu á fundi utanríkisráðherranna og var samþykkt að bjóða Bosníu og Hersegóvínu að leggja fram sína fyrstu ársáætlun sem markar skref til aðlögunar og framtíðaraðildar landsins að bandalaginu. Jafnframt var fundað með ríkjum sem taka þátt í verkefnum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.

Samhliða utanríkisráðherrafundinum í Brussel átti Guðlaugur Þór fund með Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, þar sem tvíhliða samskipti Íslands og Þýskalands voru til umfjöllunar, sem og Evrópumál, öryggismál og málefni norðurslóða.

„Samskipti þjóðanna eru afar náin og hefur Þýskaland sýnt norrænu samstarfi og málefnum norðurslóða aukinn áhuga á umliðnum árum. Þá deilum við skoðunum og áherslum í mörgum málum á alþjóðavettvangi og ávallt gott að finna góðvild Þjóðverja í garð okkar Íslendinga – sem endurspeglaðist á þessum fundi,“

sagði Guðlaugur Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“

Kolbrún Baldursdóttir gagnrýnir Frístundakortin: „Hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt“
Eyjan
Í gær

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS

FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR VERÐUR VERNDARI BARNAÞINGS
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“

Segir umræðuna um þriðja orkupakkann vera ógnandi og ofstopafulla – „Þetta er tilfinningalegt átakamál“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna

Guðlaugur Þór vísar fjarstæðukenndum dylgjum andstæðinga orkupakkans til föðurhúsanna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“

Brynjar Níelsson: „Þið hafið kosið rangan mann á þing ef þið haldið það, kæru vinir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar

Hver tekur við af Höskuldi hjá Arion banka ? – Þessir hafa verið nefndir til sögunnar