fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Steingrímur um Önnu Kolbrúnu og ferilskrána: „Um mislestur að ræða“ – Þroskaþjálfafélagið stendur fast á sínu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 14:27

Anna Kolbrún Árnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við upphaf þingfundar í dag að misskilnings hefði gætt varðandi mál Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, sem var ranglega titluð sem þroskaþjálfi í æviferilskrá sinni á Alþingisvefnum.

Steingrímur segir hinsvegar að um mislestur sé að ræða og að Anna hafi í einu og öllu sett fram réttar upplýsingar samkvæmt athugun Alþingis. Hún hafi ekki sagst vera þroskaþjálfi þó hún hafi starfað sem slíkur. Í ferilskrá Önnu stóð þó skýrt og greinilega að hún hefði starfað sem þroskaþjálfi.

Þroskaþjálfafélag Íslands sá sig tilneytt til að senda frá sér tilkynningu í gær þar sem tekið var fram að starfsheitið væri lögverndað og Anna Kolbrún hefði ekki þá menntun eða starfsleyfi til að nota heitið. Hefur brotið verið tilkynnt til embættis Landlæknis, en brotið getur varðað sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

UPPFÆRT

Í samtali við Eyjuna ítrekaði Laufey Elísabet Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, að þroskaþjálfi væri lögverndað starfsheiti og enginn mætti nota það sem ekki væri með slíka menntun. Það væri staðfest af Landlæknisembættinu.

Steingrímur sagði hinsvegar í dag að Anna hefði ekki ranglega titlað sem sem þroskaþjálfi, heldur hafi tilreitt allar réttar upplýsingar. Æviágripi Önnu var breytt í gær:

„Forseti vill taka fram vegna fjölmiðlaumfjöllunar sem orðið hefur um æviferilsskrá hv. þm. Önnu Kolbrúnar Árnadóttur að það mál hefur verið athugað af hálfu Alþingis og er niðurstaða þess skýr, að hv. þingmaður hefur í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Ef athugað er hvernig þar er skráð er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að hv. þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki.“

Það skal aftur tekið fram að Anna Kolbrún er ekki menntaður þroskaþjálfi, þó svo starf hennar hafi mögulega verið þess eðlis. Þess vegna má hún ekki kalla sig þroskaþjálfa, líkt og skólaliðar mega ekki kalla sig kennara og sjúkraliðar mega ekki kalla sig lækna.

Segir Steingrímur að það komi skýrt fram í námsferli Önnu að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi og þylur upp námsferil hennar, að því er virðist til staðfestingar á því að hún hafi verið starfinu vaxin:

„Í þeim tölulið þar sem hv. þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum eins og þar er tilgreint sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Hv. þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri.

Þroskaþjálfi við Skógarlund

Samkvæmt ferilskrá Alþingis, áður en henni var breytt í gær, segir að Anna hefði starfað sem þroskaþjálfi, líkt og sjá má á skjáskoti sem blaðamaður tók af ferilskrá Önnu Kolbrúnar fyrir breytinguna.

 

Titluð þroskaþjálfi fyrir Alþingiskosningar

Anna Kolbrún hefur áður titlað sig sem þroskaþjálfa, í auglýsingu frá landskjörstjórn um framboð til Alþingiskosninga árið 2007, er hún var í 9. sæti hjá Framsóknarflokknum. Tekið skal fram að Eyjunni er ókunnugt um hvort Anna hafi sjálf lagt fram þær upplýsingar, eða hvort kjörstjórn hafi notast við upplýsingar um starfsheiti Önnu annarsstaðar frá.

Ekki ritstjóri heldur í ritstjórn

Í dag greindi Stundin frá því að önnur rangfærsla hefði verið í ferilskrá Önnu á vef Alþingis. Þar hafi hún verið titluð ritstjóri Glæða, sem Félag sérkennara, sem gefur út ritið, kannaðist ekki við. Segir Steingrímur að það hafi verið handvömm starfsmanna Alþingis við skráningu sem hafi leitt þann misskilning af sér:

„Varðandi annað atriði sem einnig hefur verið gert að umtalsefni, að hv. þingmaður hafi haldið því ranglega fram að hún hafi verið ritstjóri Glæða, fagtímarits sérkennara, skráði hv. þingmaður það ekki inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði og réttara hefði verið að skrá að hv. þingmaður hefði verið í ritstjórn. Það er ekki við hv. þingmann að sakast. Vonar forseti að þar með sé það mál af heimi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins