fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Logi Einarsson: „Frú forseti, nennirðu að biðja hann um að steinhalda kjafti meðan ég tala ?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 13:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alþekkt að þingmenn snöggreiðist í pontu Alþingis og noti nokkur vel valin orð til að lýsa yfir skoðun sinni á mönnum og málefnum. Orðfærið er máske ekki í líkingu við tungutak sexmenninganna frá Klaustur bar, en „gunga“, „drusla“ og „fokk“ eru meðal þeirra ástkæru og ylhýru orða sem þingmenn hafa tamið sér í ræðum sínum í gegnum tíðina.

Þriðjudagskvöldið 27. nóvember fór fram önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Höfðu þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, karpað um orðaval og útfærslur á frumvarpinu.

Í andsvari sínu virtist Logi orðinn pirraður á frammíköllum Kristjáns Þórs, sem eru ógreinanleg.

„Frú forseti, nennirðu að biðja hann um að steinhalda kjafti meðan ég tala ?“

„Nei hættu nú alveg, Logi ?“ heyrðist þá úr þingsalnum frá ónefndri þingkonu. Í kjölfarið bað Þórunn Egilsdóttir, 4. forseti Alþingis, „þingmanninn vinsamlegast um að gæta orða sinna.“

Spurði Logi þá að bragði og horfði á Þórunni:

„Hvorn?“

„Háttvirtan þingmann í pontu“, svaraði Þórunn, með ísköldu augnaráði.

Kvöldið eftir hófst fréttaflutningur úr Klaustursupptökunum svokölluðu, þar sem mun grófara orðbragð var notað af sexmenningunum um kollega sína og aðra minnihlutahópa sem og fólk úti í bæ.

Hér má sjá ræðu Loga, ummælin má heyra á 1:50 mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus